Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 70
68
þá til Ólafs Sigvaldasonar læknis á Bæ í KróksfirSi. Gift-
ist SigríÖi Pétursdóttur bónda á Hríshóli í Reykhólasveit.
SigríÖur og Gestur Pálsson skáld og rithöfundur voru
systkinabörn. Björn og SigríÖur bjuggu 4 ár í Gautsdal i
sömu sýslu. Fóru þaÖan að SkáldsstöÖum i sömu sveit,
fluttu þaöan til þessa lands 1891 og bjuggu 3 ár í Winni-
peg, fóru þaðan til Big Point við Manitoba vatn og bjuggu
þar til vorsins 1899 þau fluttust hingað. Voru 7 ár í
íslenzku bygðinni á Red Deer Point, fluttu þaðan til bæj-
arins Winnipegosis. Þau eignuðust 11 börn, 5 af þeim
dóu ung. Sigríður kona Björns dó 1913, og sonur þeirra
Sturlaugur féll í stríðinu mikla á Frakklandi 27. ágúst
1918. Þau 5, sem lifa, verða talin hér næst á eftir:
Ragnar, giftur konu af enskum ættum, vi.nnur hjá strætis-
vagna félaginu í Winnipeg; Elísabet, gift Guðjóni Aðal-
jónssyni Guðmundssonar frá Sköruvík á Langanesi og
konu hans Ólafar Jónsdóttur Sigurðssonar smiös frá
Gunnólfsvík á Eanganesströndum; Petronella, kona Ósk-
ars Gunnarssonar Friðrikssonar, búsett hér í bænum; Sig-
ríður, kona Jóhanns Hannibal Bjarnasonar Pálssonar úr
Þingeyjarsýslu og konu hans Ólínu Jóhannsdóttur Schalde-
mose frá Nýlendu á Höfðaströnd í Skagafjarðarsýslu.
Jóhann tók þátt í stríðinu mikla frá ágúst 1917 til stríðs-
loka. Þau búa hér í bænum, eiga hús og íbæjarlóð. Jó-
hann stundar fiskveiði, þau eiga börn ; Ágústa, gift manni
af norskum ættum, J. Rostad. Hann er járnsmiður að
iðn, þau eiga börn og búa hér í bænum.
Jón Rögnvaldsson er fæddur í Hólkoti á Reykjaströnd
í Skagafjarðarsýslu 13. maí 1870. Foreldrar hans Rögn-
valdur Jónsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir, hún fædd
og alin upp í Vatnskoti á Hegranesi í sömu sýslu. Til
Ameríku fluttist hann meö foreldrum 'sínum árið 1876.
Þau settust að í Nýja íslandi, sem þá var að byrja að