Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 95
93
Þórarinn Stefánsson er fæddur aÖ Haganesi við Mý-
vatn, 6. febr. 1861. Poreldrar hans Stefán Gamalielsson,
skálds i Haganesi, Halldórssonar Magnússonar frá Nes-
löndum í sörnu sveit og Björg Helgadóttir Ásmundssonar,
bónda á SkútustöÖum. Þórarinn ólst upp me8 foreldrum
sínum í Haganesi til 13 ára aldurs, þá dó faÖir hans og
móðir hans hætti Ibúskap, fór þá Þórarinn að Garði í sörnu
sveit til Árna Jónssonar, sem þar bjó þá með móður sinni,
í Garði var hann 2 ár, !þá fór hann að Hólum i Eyjafirði
var þar 1 ár, fór þá til ættstöðva sinna aftur og var þar
á ýmsum stöðum þar til hann flutti af íslandi. Þórarinn
giftist heima núlifandi konu sinni, SigríSi Ólínu Jó-
hannsdóttur Magnússonar og fyrri konu hans Jakobinu
Pétursdóttur frá'Stórulaugum í Reykjadal. Kona Þór-
arins er fædd á Narfastöðum í Reykjadal 15. febr. 1866.
Þórarinn og kona hans kornu til þessa lands áriö 1889
og settust fyrst að á Mountain, N. Dak., höfðu húsnæði
hjá Baldvin Helgasyni, sem var náfrændi Þórarins. Þar
á Mountain og í grendinni voru þau 2 ár, fóru þá til
Hallson-bygðar, tóku þar heimilisréttar land og bjuggu
þar til ársins 1902, að þau fluttust til Red Deer Point og
hafa búið þar síðan. Þórarinn fekk dálitla tilsögn í skrift
og reikningi hjá Sigurði Jónssyni, sem seinna varð ráð-
herra og er oftast kendur við Yztafell í Kinn, því þar
var hann lengi bóndi. Mesti merkismaður. Líka fékk
hann tilsögn í söng og orgelspili hjá Iielga bróður Sig-
urðar, og varS sú tilsögn nóg til þess að Þórarinn hafði
söngstjórn á höndum fyrst heima á íslandi og eins nokk-
ur ár meðan hann bjó í Norður Dakota. Börn þeirra
hjóna, þau sem lifa eru þessi og öll fullorðin: 1. Guð-
björg, gift Robert Brown, Englending. Búa i Kamsack,
Sask. Eiga börn. 2. Aðalbjörg, gift Árna Kristjáns-
syni, búa i Minneota, Minn. 3. Helga Sigríður gift
Sigurjóni Stefánssyni smið, búa hér í bænum. fSjá