Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 103
101
þeirra kjörsonur, og gengur undir nafni fósturföÖur sins.
Andrés sigldi til Kaupmannahafnar til að nema verzlunar-
fræÖi og tungumál, viÖ þaÖ nám var hann 4 ár. Hann
les og skrifar norsku,, svensku, dönsku, frönsku og ensku
og getur hjálpað sér töluvert í þýzku. AÖ náminu loknu
hvarf hann aftur heim til SeyÖisfjarðar og hafði þar
verzlun. Þaðan fluttist hann til þessa lands 1904. Var
um skeið á Girnli og Hnausum í Nýja íslandi, fluttist
þaðan vestur til Sask. Hingað á Red Deer Point kom
hann árið 1914. 1907 giftist hann Aðalborgu Sigfús-
dóttur Oddssonar og konu hans Guðfinnu Oddsdóttur
frá Meðalnesi í Fellum, N. Múlasýslu. Andrés gekk í
223. herd. 28. marz 1916. Vann að skrifstofustörfum
á Englandi í þágu striðsins meðan á því stóð. Nú hefir
hann verzlun hér i bæ, sem hann keypti af Guðmundi F.
Jónassyni, þegar hann hætti því starfi hér siðastliðið ár.
Andrés og Aðalborg eiga 9 börn, þau eru þessi: Marion,
George, Alex, Dagrnar, Alibert, Vilfred, Alexander, Karl,
Eára. Öll er þessi fjölskylda greind og dagfarsprúð.
Ögmundur Ögmundsson er fæddur á Hrafnkelsstöð-
um í Hrunamannahrepp í Árnessýslu árið 1880, foreldr-
ar hans Ögm. Ögmundsson Ásbjarnarson og kona hans
Þorbjörg Gísladóttir frá Innraholtakoti í sömu sýslu.
Fluttist með foreldrum sínum frá íslandi um 1890 og
settist að í Þingvallabygðinni í Sask., þar ólst hann upp
til fullorðins ára. Giftist árið 1906 Engilráð Bjarnadótt-
ur Stefánssonar og Elínar Eiríksdóttur frá Haugi í Mið-
firði í Húnavatnssýslu. Ögm. og kona hans 'bjuggu nokk-
ur ár í svo nefndum Vatnabygðum, nálægt bænum Elfros,
Sask., fluttust þaðan til Red Deer Point, bjuggu þar
nokkur ár, fluttu þaðan til þessa bæjar og búa hér nú.
Ögm. hefir stundað bæði landíbúnað og fiskveiði siðan
hann kom hingað. Þessi eru börn þeirra: Elín, gift Ás-
Almanakri930, 6.