Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 122
120
Köldukinn og kona hans SigríSur Jóhannesdóttir frá
Naustavík í sömu sveit , fluttu til nefndrar bygSar og
bjuggu þar eitt ár, fluttu þaÖan vestur á Kyrrahafsströnd.
Sjá um þau í Almanaki O. S. Th. fyrir 1928.
Arnljótur Ólafsson frændi Arnljóts prests á Bægisá í
EyjafjarÖarsiýslu kom frá N. Dak., fluttist til téÖrar bygÖ-
ar, bjó þar ár eÖa svo, flutti aftur suÖur til N. Dakota.
Kona hans hét Rósa Sigubbjörnsdóttir ættuÖ af Hóls-
fjöllum í N.-Þingeyjarsýslu.
Jón Þorleifsson, sonur Þorleifs Jónssonar frá Reykj-
urn á Reykjaströnd í S'kagaf jaröarsýslu og kona hans Sig-
ríður Ólafsdóttir fluttu hingað í bygÖ, voru þar stutt,
fluttu hingað til bæjarins, keyptu hér hús og lóð. Jón
vann viö tiniburverzlun hér í bænum fyrir J. J. Crow Co.
Fluttu héöan til La Pas, Man.
Hilmar Finnsen Jónsson ættaður úr Flóanum i Árnes-
sýslu. Kona hans hét Halldóra, mér er alls ókunnugt um
þau annað en það, að þau voru hér nokkur ár, fluttust
vestur að hafi.
Jóhann Einarsson ættaður úr Eyjafirði, sonur Einars
Jónatanssonar og konu hans Katrínar Halldórsdóttur.
Kona Jóhanns heitir Jónína Guömundsdóttir Jónatans-
sonar bónda á Uppsölum í Eyjafirði. Einar faðir Jó-
hanns og Guðmundur faðir konu hans voru bræður. Jó-
hann og kona hans og börn fluttust til Red Deer Point
árið 1900, bjuggu þar um 3 ár, fluttu þaðan vestur að
Kyrrahafi, bjuggu þar allmörg ár, búa nú nálægt Foam
Lake, Sask. Jóhann var hraustmenni að burðum og fram-
úrskarandi garpur til allrar vinnu og hirðumaður og um-