Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 126
124
Áðalreykjadal í Þingeyjarsýslu. Magnús er fæddur 1862,
var metS foreldrum sínum til fullorðins ára. Fluttist vest-
ur um haf 1883, og var ýmist í Manitoba eða Dakota þar
til árið 1907, að hann fluttist til Blaine og hefir verið þar
síðan. — Árið 1892 kvæntist Magnús ekkjunni, Margréti
Jónsdóttur Jónssonar og Vilhorgar Jónsdóttur frá Vest-
mannaeyjum. Fyrri maður Margrétar var Finar Einars-
son Mýrdal, bóndi við Gardar, N. D. Frá því hjónabandi
lifa nú sonur og dóttir, Ragnhildur í Winnieg, og Jó-
hann Vilhjálmur í Blaine. Börn þeirra Grandy hjóna, sem
lifa, eru Kristinn Aðalsteinn og Jóhanna Margrét Lilja,
bæði fulltíða og mannvænleg.
Byjólfur Oddson er sonur Odds Bjarnasonar Kon-
ráðssonar og konu hans Maríu Eiríksdóttur, er fæddur
1849 Kollaleiru í Reyðarfirði. Eyjólfur ólst upp hjá
Jóni bónda Guðmundssyni á Berunesi til tvítugsaldurs, þá
fór hann ,að Eyri, og þar kvongaðist hann og reisti bú á
Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði og bjó þar 30 ár. Frá íslandi
kom hann ásamt fjölskyldu sinni árið 1900. í Nýja ís-
landi og Winnipeg var hann ])angað til 1907 að hann
fluttist til Vancouver, og til Blaine 1909 og er þar'enn.
Kona hans er látin fyrir nokkrum árum og hét Ingibjörg
Jónsdóttir Einarssonar og Bjargar Einarsdóttur frá Eyri
í Reyðarfirði. Þau Eyjólfur og Ingilbjörg áttu 9 börn,
af þeim lifa 6: Sigurður, giftur Guðbjörgu, fædd Thom-
sen, systir Péturs Thomsens, kaupmanns í WSnnipeg og
þeirra systkina; Valdimar, giftur konu af þýskum ættum;
Einar, giftur Kristjönu Pétursdóttur H'allson ("getið hér á
öörum staðj; Jóhanna, gift Skúla Johnson í Blaine;
Björg, gift Thorkeli Thorsteinsyni í Vancouver og
Jakobína, kona Stefáns Johnson, prentara í Winnipeg.
Auk barna sinna ólu þau upp tvo drengi, Eyjólf Sigurðs-
son og Sigurð Kjartansson. Bæði voru þau hjón vel
látin.