Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 129
127
ara þeirra hérlendra, en nokkur einn maÖur annar. Hall-
dóra sál. kona hans var og ágætis kona um flesta hluti.—
('S'krifað 1925).
Jón G. Reykdal var fæddur 1852. Foreldrar hans voru
Gísli Magnússon og Þorgerður Jónsdóttir ættuÖ úr Kol-
beinsstaða hreppi i Hnappadalss. Jón var hjá foreldrum
sínum til fullorðins ára. Kom vestur um haf 1881. Var
fyrstu 6 árin í Michigan og Milwaukee, Wis. Árið 1887
fluttist hann til Minnesota, bjó eitthvað úti á landi, en
flutti svo til Minneota og var þar um hrið. Árið 1892
fluttist hann til Ballard og var þar 6 ár, þá fór hann
austur aftur, nam land nálægt Wynyard, Sask. og bjó
þar nokkur ár. Til Blaine kom hann 1909 og lézt þar.
Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans Þóra Halldórs-
dóttir ættuð úr Reykholtsdal. Frá því hjónabandi lifa
tvö börn, Svanhildur kona Kjartans Magnússonar og
Helgi ókvæntur. Seinni kona hans var Ragnhildur, dótt-
ir Jóns Eggertssonar og Margrétar Jónsdóttur, sem f jölda
mörg ár bju'ggu að Vik á Vatnsnesi. Móður-móðir Ragn-
hildar var Margrét Jóhannesdóttir, síðast prests að Vest-
urhópshólum, en föður-móðir Ragnh. var Margrét Guð-
mundsdóttir prests að Undirfelli í Vatnsdal. Ragnhildur
kom að heiman 1888, giftist Jóni 1891, lézt í Blaine 1926.
Frá því hjónabandi lifir einn sonur, Sigurður, giftur
Ólafíu Sigurðardóttur Þórðarsonar fsjá Point Roberts
þætti, Alm. 1925J. Nú til heimilis í Sask., Canada.
Snjólfur Eiríksson og Elízabet Arnbjörnsdóttir.
Elízabet er fædd 1863 að Gerðum í Árnessýslu. Foreldr-
ar hennar voru Arnbjörn Þorkelsson; móðir Arnbjörns
var Guðrún Jónsdóttir, afasystir Sigurðar sýslumanns í
Kaldaðarnesi, Ólafssonar frá Hjálmholti, Þormóðssonar,
og Gunnhildar Gísladóttur frá Bjóluhjáleigu í Rangár-