Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 143
JÓSEP DA VÍÐSSON
fæddur á Ferjubakka í Axar-
firði í N. Þingeyjarsýslu þann
1. okt. 1847. Foreldrar hans
voru þau hjón, Davíð Jóseps-
son og Rannveig Jósepsdóttir
Eiríkssonar frá Hvassafelli í
Eyjafirði. Foreldrar Jóseps
bjuggu á Ferjubakka í 28 ár
og hjá þeim ólst liann upp til
14 ára aldurs, þá réðist hann
sem smali um eitt ár að Val-
þjófsstöðum í Núpasveit. Að
því ári liðnu hvarf hann aftur
heim til foreldra sinna og byrjaði þá að ferja yfir Jökulsá
með föður sínum, 15 ára gamall. Þegar Jósep var 22 ára
dó faðir hans og þá tók hann við ferjumansstarfinu,
hefir það verið 1867 og hélt því til ársins 1880.
Á Jökulsá voru þá þrjár ferjur, á Grímsstöðum á
Fjöllum, Ferjubakka og Árnanesi, sem var heimilisferja
niður við sjó.
Tuttugu og tveggja ára kvongaðist Jósep, Soffíu
Jónsdóttir frá Hörgsdal við Mývatn. Hún lifir mann
sinn og verður getið síðar. Þau hjón bjuggu á Ferju-
bakka þar til I 880, að þau fluttuát austur á Seyðisfjörð.
Þar vann hann við utanbúðarstörf hjá Gránufélaginu,
utanbúðarmaður, sem kallað var í þá daga, unz hann
fluttist af landi burt 1887 til Canada. Fyrsta veturinn
bér í landi dvöldu þau hjón í Winnipeg. En um vorið
1888 fluttust þau til Argylebygðar og tóku þar heimilis-
réttarland. A því landi bygði Jósep sjálfur gott íveru-
hús og önnur hús nægileg yfir skepnur sínar, Átta ár