Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 153
151
ricldari af Dannebrog, og rnargt meira, og meSlimur flestra
vísindafélaga á NorSurlöndum. Eftir aÖ Einar sýslu-
maÖur misti Elínu, giftist hann Sigurlaugu SigurÖardóttur
frá Höfnurn á Skaga, og bjó eftir þaÖ á Broddanesi, hann
dó 1779 á SkutulsfjarÖareyri, var hann þar á ferÖ.
Faöir Einars Magnússonar var Magnús sýslumaÖur í
Snæfellsnessýslu, fæddur 1660, hann var sonur Björns
prests aÖ Reynistað, Jónssonar á Iivanneyri í Siglufirði;
kona Magnúsar sýslumanns var Þórunn, dóttir séra
Einars á Stað á Reykjanesi, Torfasonar, þau giftust 1701,
en dóu bæði í stórubólu 1707. fSjá sýslurn. æfir). Móðir
Magnúsar sýslumanns Björnssonar og kona séra Björns
var Margrét, dóttir Jóns Guðmundssonar á Siglunesi.
fSegir Bogi í sýslum. æfumj en Hannes Þorsteinsson í
leðréttingum sínum, segir hana dóttir Guðmundar Jóns-
sonar frá Siglunesi og bróðurdóttir séra Sveins á Barði.
fSjá sýslum. æfir III. bindi bls. 182J.
Annálar segja að Magnús sýslumaður hafi verið fædd-
ur húðlaus og veriÖ svo út fyrsta árið, sem hann lifði, og
hafi þá hollenzkur skipslæknir læknaö liann, kvað hann
þetta stafa af of mikilli nautn áfengra drykkja, sem
móðirin hefÖi tekið um meðgöngutímann. Sagt er að
Magnús sýslumaður hafi búið fyrst á Arnarstapa undir
Jökli, sem var á þeirn árum verzlunarstaöur og höfðingja-
setur og síðar á Ingjaldshóli. Fjöldi af hans afkomend-
um eru á Vesturlandi og í Borgarfirði syðra.
Börn Jóns smiðs Andréssonar og Guðbjai'gar Magn-
úsdóttur voru 10, se rnupp komust; 1. Jón, bjó á Eyði í
Eyrarsveit i Snæfellsnessýslu fínn og fjölhæfur þjóð-
hagasmiöur, þó ólærður. Eitt sinn slitnaði keðja í úri
Páls Melsteðs Þórðarsonar, sem þá var amtmaður og bjó
í Stykkishólmi, var þá þar um slóðir enginn úrsmiður.
fyr en suður í Reykjavík. Jón á Eyði tók viö úrinu af
amtmanni, setti saman keðjuna og skilaði því í góðu