Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 162
160
því fýsilegri verður hún, og fleiri og fleiri eru að fallaát á
hana. ÞaS er þess vegna vel hugsanlegt, að framtíðar
kynslóðirnar noti nýtt tímatal.
FÖGUR ERFÐASKRÁ.
Hún fanát í vösunum á gömlum og slitnum yfir-
frakka sem tilheyrði vitskertum sjúkling á fátækra heimili
einu í Chicago. Hann hafði verið lögmaður, og erfða-
skráin var skrifuð með skýrri og læsilegri rithönd á fá-
einar pappírsræmur. Þessi erfðaskrá þótti svo óvanaleg
að hún var lesin upp fyrir sameinaðri málafærslumanna
samkundu Chicago-borgar. Var hún þar viðurkend og
er nú geymd í skjalasafni Cook County, Illinois-ríkis.
“Eg, Charles Lounsberry, heilbrigður til líkama og
sáiar og með frjálsum vilja og vitund hér með útbý og
lýsi yfir, að þetta er þin síðaáta erfðaskrá mín, til þess
sem rétt telát vera að skifta jarðneskum eignum mínum
meðal eftirkomandi manna.
„Sá hluti eigna minna, sem þektur er í lögum og
séður er í skinnheftum bindum, er varla teljandi og lítils
virði, geri eg því engar ráðátafanir fyrir því í þessari
erfðaskrá minni. Réttindi mín til að lifa, sem að eins er
lífseign, er ekki í minni hendi. Að þessu undanteknu
skal eg nú ráðátafa og skifta öllu öðru:
1. Eg gef öllum góðum feðrum og mæðrum sem
annaát börn sín, öll kærkomin lofsyrði og uppörfunar, öil
skringileg gælunöfn og blíðuatlot, og eg legg nefndum
foreldrum á herðar að nota þau réttilega, en örlátlega,
eins og þörf barna þeirra krefur.
2. Eg eftirskil börnum yfirleitt, en að eins fyrir tíma-
bil bernskunnar, öll akursins liljugrös og skóganna blóm-
átur, með rétti að þau óhindruð noti þau til leikja, sam-
kvæmt venjum barna, en vara þau um leið við þyrnum
og þiátlum. Eg ánafna börnunum lækjarbakkana og
hinn gullna sand á botni þeirra, ilminn af viðirnum sem
þar vex og hin hvítu ský sem fljóta hátt í lofti uppi yfir