Eimreiðin - 01.07.1950, Side 28
180
SÆMUNDUR FRÓÐl
eimreiðin
munni fram í Odda. Fannst lionum þau vera ennþá tilkoniu-
meiri en frankisku fornkvæðin. Slitrótt brot eru enn til af
frankisku fornkvæðunum. Þegar Sæmundur kom lieim, fór hann
að safna kvæðum þeim, sem nú eru kölluð Eddukvæði. Eiríkur
Magnússon hefur sýnt, að orðið Edda er myndað af Oddi og
þýðir: bókin frá Odda. Eru ýms dæmi slíkrar nafngiftar á bók-
um, t. d. Vatnshyrna.
Frægð Karlamagnúsar barst með liiminskautum. Að líkja
eftir Karlamagnúsi, þó ekki væri nema í þessu, var ærið nog
fyrir Sæmund til að gefa sig allan við því. Með elju sinni og
innsæi tókst Sæmundi að bjarga frá glötun þeim dýrasta arfi,
sem Norðurlandaþjóðirnar eiga.
Þessi fróði rnaður, Sæmundur, gnæfir yfir alla, bvrjar fyrstur
á söguritun, er í ráðum, kvaddur til ráða, af biskupum, af liöfð-
ingjum, af Ara fróða um Islendingabók, af Gissuri biskupi nni
tíundarlög.
Þjóðin öll mændi upp til lians. Þjóðtrúin lætur liann vera
mesta galdramann, sem nokkurn tíma hefur verið uppi. Kölskí
sjálfur er aðeins einn af þjónum bans, hafður til að vinna sóða-
leg verk.
Hann er fyrsti Norðurlandabúi, sem neniur æðstu menntun
Evrópu og byrjar að gróðursetja hana Iijá þjóð'sinni.
Mikill fræðiinaður, Brynjólfur Sveinsson, Skálboltsbiskup, rlt"
aði á handritið: Edda Saemundi multiscii, Edda Sæmundar
fróða. Brynjólfur hefur vitað meira en aðrir um söfnun og ritun
Odda-kvæðanna, enda stafar það frá honum að kalla handritið
Eddu, þ. e. bókina frá Odda. Ýtarlegra um þetta kemur í rltl
uni Hróðólf í Bæ.
Herluin (Herleifur?), sonur Ansgod (Ásgauts) liét riddari, seiu
ólst upp bjá Gilbert greifa í Brionne, sonarsyni Ríkarðs !•,
hertoga í Rúðuborg. Hann var æðstur allra riddara í íþróttuin
og livers manns liugljúfi. Móðir hans var af ætt liertoganua
í Flandri, og hann var fæddur 994. Þegar Herleifur var orðinn
þrítugur, voru Normannar í óða önn að reisa kirkjur. Han11
byggði kirkju einn síns liðs, gróf grunn, flutti að sand, grjð*
og kalk og reisti fagra kirkju. Gilbert greifi studdi liann. Kirkjan
var vígð, og um leið var Herleifur vígður prestur við bana.
Gerði liann þá bæ sinn að klaustri og var sjálfur fyrsti ábótinn.