Eimreiðin - 01.07.1950, Qupperneq 36
188
SVANURINN KVEÐUR
eimreiðin
og róðrarmennirnir störðu á liann galopnum augum, eins og
þeir skynjuðu nærverii einliverrar engilveru.
Svo lauk söngnum, en fólkið stóð áfram fyrir utan, þögult
og lieillað. Ekkert liljóð heyrðist nema gjálfrið í vatninu við
síkisþrepin. Þá hóf Copeland að leika, með sínum frábæra
næmleik, inngang að yndislegu lagi úr Roi d’Ys. Hann lék ákaf-
lega veikt. Og aftur liljómaði röddin, fullkomin, kristaltær. Og
nú dirfðist ég að virða söngkonuna fyrir mér.
Úr svip liennar lýsti ósegjanleg undrun. Hún virtist öllu nieir
hlusta en syngja. Hún livarflaði augunum um herbergið, og
hún sneri sér meira að segja við, eins og hún væri að leita að
orsök þessara töfra. En alltaf flæddi söngurinn út yfir lierbergið
og út um opinn gluggann. Og þegar Melba kom að lokatónum
lagsins, söng hún trilluna á G eins og ekkert væri og með full-
komnu öryggi, eins og þá, er hún var í blóma lífsins, hóf þaðan
röddina upp á háa C, hélt þar tóninum áfram — diminuendo
deyjandi út, — veikara, veikara, — unz Iiann leystist upp °S
livarf — eins og slokknandi stjarna.
Undirleikarinn varð smámsaman djarfari. Hann lék upphafs-
tónana í aríunni De.puis le jour, — sem sumir gagnrvnendur nu
á dögum telja ekki rista djúpt, líklega af því, að þeir hafa aldrei
lieyrt hana sungna eins og Melba söng hana þarna. Milli Melbu
og Copelands hlýtur að hafa verið komið á einskonar vitundar-
samband, skilningsríkt og nákvæmt, á þessari stundu, því upP'
hafstónarnir í aríunni eru lítið annað en tónstiginn óbreyttur.
og sé söngvarinn ekki að bíða eftir að syngja þessa aríu, þá er
engin ástæða til að ætla, að liann viti að það sé þetta lag freniur
en eittlivað annað, sem vænzt sé eftir. En án þess að hika eitt
andartak, hóf Melba upp rödd sína í þessu fagra lagi, sern
sveiflast eins og súla norðurljósa frá hafsrönd upp í liiminhæðir,
sem engin dauðleg vera nær að nálgast.
Mér lá við að gráta.
„Þetta getur ekki haldið áfram svona, — það er ómögulegt ,
tautaði ég. „Hér lilýtur eittlivað að hresta“.
En söngkonan liélt áfram.
Uti á síkinu beið mannfjöldinn í bátunum og hlustaði hug-
fanginn. Borgin var umvafin sólskini — og kyrrð ríkti yfir ölhi.