Eimreiðin - 01.07.1950, Síða 48
200
RTTHÖFUNDURINN JOHAN FALKBERGET EIMREIÐIN
sögu hans, Brœndofjor (Brennifórn, 1918), sem leggst (ljúpt og
tekur liug lesandans föstum tökum, en þar er hið andlega og
sálræna grundvallaratriði. Jon Jernblaaser, söguhetjan, finnur
atlivarf og endurnýjaða von í kenningum kristinnar trúar.
En þó að beinnar ádeilu gæti yfirleitt lítið í skáldsögum
Falkbergets um þjóðfélagsmál, er liún meginstraumurinn í hinni
markvissu og framúrskarandi vinsælu skopsögu lians, Bör Bör-
son (1920), þar sem burgeisar og gróðabrallsmenn frá stríðs-
árunum fyrri eru dregnir sundur og saman í liáði á hressilegan
og kostulegan hátt. Upprunalega hirtist saga þessi neðanmáls
í skopblaðinu Hvepsen (Broddflugan), sem höfundur ritaði i
árum saman. Náði sagan fágætri lýðhylli þegar í stað og síðar
bæði í bókarformi, á leiksviði og í kvikmynd. En óþarft er að
fjölyrða um þessa smellnu og bráðskemmtilegu sögu, jafn kunnug
og liún er íslenzkum útvarpshlustendum í snjöllum upplestri
Helga Hjörvars skrifstofustjóra. Er mér einnig um það kunnugt,
að Falkberget þótti mjög vænt um málverk það af Þingvöllum,
sem Ríkisútvarpið sendi lionum nýlega í þakkarskyni fyrir lnna
vinsælu útvarpssögu lians. Og jafn kunnugt er mér um það, að
honum myndi það mjög kært, ef Islendingar fengju tækifæri til
þess að kynnast einhverri af listrænni og stórbrotnari skáld-
sögum hans, því að vitanlega telur höfundur eigi Bör Böi-son
í þeirra flokki, þó að sú saga nái vel tilgangi sínum sem háð-
mynd af vissri manntegund og tíðaranda og hafi náð einstæðum
vinsældum.
Náin tengsl Falkbergets við fortíðina og moldina, og þá ser
í lagi við átthaga hans, er grundvallaratriði í ritum hans, svo
áberandi, að segja má, að það sé sterkasti strengur þeirra,
framan af að vísu veikgerður, j)ó að vel megi sjá hans merki,
en dýpri og öflugri með ári hverju. Fór því svo að vonuni, að
honum yrðu heimahagarnir frjósamir um sagnaefni, eigi aðeins
meðal námaverkamannanna, heldur einnig meðal fólksins >
fjallabyggðunum á þeim slóðum. Hann hefur lýst fjallafólkinu
og hugsunarhætti þess, umhverfi jiess og erfðum, í ótal þáttum
og sögum. En fyrsta meiriháttar lýsing hans á fjallabúunuin 1
skáldskap lians, á lífskjörum þeirra og lundarfari, er sarnt a°
finna í hinni merkilegu skáldsögu hans, Eli Sjursdotter (1913)-
Gerist sagan í lok Norðurlanda-ófriðarins mikla og segir fra