Eimreiðin - 01.07.1950, Side 120
272
FRA LANDAMÆRUNUM
eimreiðin
mín. „Já, hún átti hann. Það var
leiðinlegt, að ég skyldi gleyma
þessu“.
„Mig dreymdi í nótt“, sagði frú-
in við móður mína, „að ég kæmi
inn í herbergi Guðlaugar heitinn-
ar, og sá ég hvar hún lá í lík-
kistunni. Þótti mér þá að hún
mælti til mín þessum orðum: Hún
Hildur er nú búin að ganga svo
vel frá öllu og á allan hátt eftir
því, sem ég bað um, nema hvað
hún hefur gleymt að leggja klút-
inn minn yfir ásjónuna". Þá
kvaðst frúin hafa vaknað, og hafi
draumurinn verið sér svo ríkt í
huga, að sér hafi fundizt að hún
yrði að minnast á þetta við móður
mína. Móður minni þótti líklegt,
að ef kistan yrði opnuð, myndi
nálykt leggja upp úr henni, er
valdið gæti óþægindum fólki, sem
kæmi heim þennan dag að verða
við jarðarförina. Þetta var því
ekki gert, með því líka að annar
klútur, ekki síðri, hafði verið lagð-
ur yfir andlit hinnar látnu, sem
og hafði heitið móður minni því
að fyrirgefa fúslega, ef eitthvað
gleymdist af því, sem hún hafði
beðið um. Klúturinn er af þessum
ástæðum ennþá í mínum vörzlum.
Ef móður mína hefði dreymt
drauminn, hefði ég tafarlaust
skýrt hann á þann hátt, að minn-
ingarnar um ósk Guðlaugar hafi
geymzt í undirvitund móður minn-
ar, þótt ekki liðu þær henni í
minni, og svefnvitund hennar
síðan klætt þær þessum sérkenni-
lega búningi draumsins. Nú var
þessu ekki þannig farið, heldur
dreymdi drauminn konu, sem
enga hugmynd hafði um ósk
frænku minnar og aldrei hafði
heyrt einu orði á þennan klút
minnzt. Þar var um að ræða
einkamál Guðlaugar, sem hún
aldrei hafði getið um við neinn
nema móður mína og ég, sem
þriðji maður, vissi um, þar sem
ég minnist þess að hafa tuttugu
árum áður heyrt Guðlaugu bera
fram við hana þessa ósk sína.
Ég finn ekki nema eina leið til
skýringar á draumi þessum: Til-
finningar og óskir hinnar látnu
hafa ennþá hneigzt að hinu sama.
Hún verður þess vör, að það, sem
henni var áhugamál, hefur
gleymzt. Hún hefur fullan hug a
að minna á þetta og gerir það,
og er svefnvitund frúarinnar
næmari fyrir áhrifum hennar
heldur en svefnvitund móðui'
minnar. Það er því frúin, sem
fær boð frá henni. Eftirtektar-
vert er það, að orðið ásjóna kem-
ur fyrir í draumnum, en það orð
var frænka mín vön að nota 1
lifanda lífi um andlit framlið"
inna.
Þeir efnishyggjumenn eru til
— jafnvel nú á dögum, — senl
efast um eða neita því jafnvel,
að til sé annar heimur eða aðrn
heimar en skynheimur vor og trua
ekki á framhaldslíf eftir líkams-
dauðann. Mér er forvitni á þy1
að vita, hvernig þeir menn vil.la
skýra þennan draum.
Ekki þykir mér ólíklegt, a®
hægt sé að detta ofan á einhverja
skýringu, með því að fara ýnuS'
konar krókaleiðir, en mig ugg11
að þær skýringar muni reynast
hæpnar og tortryggilegar. Þykist
ég vita, að ritstjóri Eimreiðai'
innar muni góðfúsiega ljá þeinl
skýringum rúm í riti sínu monn-
um til athugunar.
Einar M. Jónsson.