Eimreiðin - 01.07.1950, Qupperneq 125
eimreiðin
LEIKHÚSIÐ
277
bi'jú leikrit hans höfðu verið sýnd
a erlendu leiksviði, en ekkert
þeirra hér heima. Hlaut mönnum
því að vera mikil forvitni á að
sjá fyrsta leikrit hans, sem tekið
yrði til meðferðar á íslenzku leik-
sviði. Auk þess vakti það mikla
athygli, er hann varð hlutskarp-
astur í ieikritasamkeppni Þjóð-
leikhússins í vor með leikritinu
Utlagar. Og hér á ofan bættist
svo það, að uppistaðan í hinu
ttýja leikriti var kafli í lands-
sögunni, sem ekki verður rifjaður
uPp fyrir neinum íslendingi án
bess að snerta viðkvæma strengi
hjá honum, því að hverjum aug-
Ulu, sem vér kunnum að líta á
úaráttu Jóns Arasonar til auðs
°S valda og hvaða skoðun, sem
vér kunnum að gera oss um per-
sónu hans, þá er það runnið oss
í merg og blóð, að hann hafi ekki
e>nasta verið trúarhetja, heldui'
'íka sannur íslendingur, þjóðar-
hetja, sem féll fyrir „danskri
mekt“.
Aðdragandi mikillar eftirvænt-
’ngar hefur vafalaust gert sitt
úl, að sumir áhorfenda þóttust
verða fyrir nokkrum vonbrigðum,
Þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi
'eikritið á ártíð Jóns biskups.
^itt skýtur nokkuð skökku við, er
menn vilja þvo hendur sínar af
teim persónum, sem höfundur
'eiðir fram á sjónarsviðið, einkum
beim biskupsfeðgum, því að varla
verður annað með sanni sagt en
höfundur hafi í aðaltriðum
s^-eypt persónur sínar í mót ríkj-
andi hugmynda um hina stór-
iotnu valdsmenn siðaskiptanna
°S hvað sjálfan Jón Arason snert-
séi'staklega, bæði af fullri var-
881 ni, réttlátum þjóðarmetnaði og
sannri virðingu. Annað mál er
það, að víða bregður höfundur út
af braut réttrar sögu í atburða-
rásinni, enda ræðir hér ekki um
sögulegan sjónleik í þrengstu
merkingu.
; Það hefði mátt vekja til um-
hugsunar, hvernig Danir brugð-
ust við þessum sjónleik, er hann
var sýndur í Konunglega leikhús-
inu í Höfn. íslenzk blöð létu þá í
ljós með feitletruðum fyrirsögn-
um hneykslun sína á hleypidómum
danskra gagnrýnenda og geipilegu
orðfæri nokkurra þeirra. Dönsk-
um áhofendum ti' hióss verður
það sagt, að þeir skutu skolleyr-
um við þjóðrembingi blaðanna og
fjölsóttu leiksýningarnar, minn-
ugir sárrar reyr.slu stríðsáranna
og hinnar nazistísku kúgunar,
sem setti valdið ofar guði og lög-
unum. Sagan um fórnardauða
Jóns biskups og sona hans kom
þeim kunnuglega fyrir, slíkir at-
burðir höl'ðu gerzt á meðal þeirra
sjálfra. En með því að rifja upp
þessa sögu, meðan atvik hernáms-
áranna voru enn í fersku minni,
gerði Tryggvi Sveinbjörnsson mál-
stað íslands mikinn greiða, enda
þótt hann væri hafður að skot-
spæni fyrir það í dönskum blöð-
um.
En umhugsunin um þessi efni
virðist ekki hafa rist djúpt, eftir
viðtökum íslenzkra blaða að dæma
— eftir er þá að vita, hver verður
hlutur áhorfenda hér.
Um þetta fyrsta leikrit Tryggva
Sveinbjörnssonar, sem kemur
fram á íslenzku leiksviði, er margt
gott að segja, og ber að fagna
því af alhug, að leiksviði voru
hefur bætzt dugandi liðsmaður.
Sem leikritahöfundur kann hann