Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 18
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
flóknari, en þau sem stjóma hreyfingu höfuðskepnanna. Þess
vegna skiptir Aristóteles rannsókn náttúrunnar - sem er fyrst
og fremst rannsókn á náttúrulegri hreyfingu - í tvo megin-
flokka: sálarfræði, sem fæst við hreyfingu sem einkennir líf-
verur, og eðlisfræði, sem fæst við hreyfingu sem er einkenn-
andi fyrir hina dauðu náttúru. Með því að viðfangsefni mitt hér
er aflfræði Aristótelesar, ætla ég ekki að ræða frekar um nátt-
úrulega hreyfingu lífvera, heldur einskorða mig við umfjöllun
hans um höfuðskepnumar.
Kenning Aristótelesar er að fasta, fljótandi og loftkennda
frumefnið hafi tilhneigingu til að hreyfast eftir beinum línum í
átt til miðju heimsins og staðnæmast þar, ef ekkert hindrar.En
eldlega fmmefnið hneigist til að leita burt frá miðjunni, í átt til
ystu marka alheimsins, og staðnæmast þar. Þá tilímeigingu að
leita til miðjunnar og staðnæmast þar nefnir Aristóteles
„þunga“ eða „þungleika", þá tilhneigingu að leita út til endi-
marka alheimsins og staðnæmast þar nefnir hann „léttleika".
Þungleiki og léttleiki em þær eigindir sem ég nefndi áður
„þyngdareiginleika“ fmmefnanna fjögurra.
Það er almenn reynsla að þungir hlutir leita „niður á við“.
Hins vegar þýðir það, að þeir leiti „niður á við“, auðvitað ekki
það sama og að þeir leiti að einum punkti. En Aristóteles hafði
ástæður til að halda að svo væri. „Að miðjan... sé áfangastaður
hreyfingar þeirra,“ segir hann:
sést af því, að þungir hlutir sem falla í átt til jarðar [á mis-
munandi stöðum] fylgja ekki samsíða línum, heldur myndast
horn milli línanna, sem stefna að sameiginlegri miðju, miðju
jarðar.23
Hér er nokkuð ljóst að Aristóteles er að vísa til raunvísinda-
legrar tilraunar, staðfestingar á tilgátu um miðpunkt sem
þungir hlutir leita til, þó að hann lýsi ekki tilrauninni.24 Jafn-
23 Um himnana 296b 17-20.
24 Tilraunin var'væntanlega gerð með því að horfa samtímis á mis-
munandi stöðum upp eftir falllínum hluta til fastastjarnanna. Þegar vit-
að er að hvaða stjörnum hinar ýmsu línur beinast, er hægt að reikna út
hvert homið er á milli þeirra og hvort þær skerast allar í sama punkti. í
slíkri tilraun mundi svipuðum aðferðum vera beitt og við mælingar
samtímamanna Aristótelesar á stærð jarðarinnar. Þótt Aristóteles hafi
16