Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 6

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 6
INNGANGUR Á þeim tólf árum sem liðin eru síðan Félag áhugamanna um heimspeki var stofnað, hefur hugmyndinni að útgáfu tímarits um heimspeki margsinnis skotið upp kollinum. Líkt og aldur hugmyndarinnar gefur til kynna, þá hefur henni jafnah verið hafnað eða skotið á frest. Forsendurnar þar að baki hafa heldur ekki verið rótlausar fremur en vænta má af fólki sem kennir sig við heimspeki. Tormerki slíkrar útgáfu eru margvísleg eins og nærri má geta, en sama máli gegnir um kostina, sem á endanum urðu hvat- inn að því timariti sem nú hefur göngu síha. Einhver kynni að spyrja sem svo hvort ekki gefist nægjanlegur kostur til þess að koma heimspekilegum hugðarefnum á framfæri í þeim fræðilegu tímaritum sem fyrir eru í landinu? Eða þá hvort sérrit um heimspeki leiði ekki til algerrar sérhæfingar sem eingöngu komi fámennum hópi fólks til góða? Spurningar sem þessar eru ekki aðeins réttmætar heldur leiða þær einnig í ljós þann vanda sem við er að etja í útgáfu slíks tímarits. Heim- spekigreinar sem birtar eru í almennum fræðitímaritum þurfa gjarnan að vera almenns eðlis og taka þannig mið af fjölbreytileika lesendahópsins sem slík tímarit höfða til. En heimspekingar skrifa sérhæfðari texta líka og sem betur fer fyrir viðgang heimspekinnar í þessu landi þá skrifa þeir meira en myndi rúmast með góðu móti á síðum þessara ágætu tímarita. Sérhæfður texti þarf heldur ekki að þýða að merking hans sé með öllu hulin þorra fólks. Veldur hver á heldur og það er einlæg von þeirra sem að útgáfu þessa tímarits standa að þannig megi til takast við útgáfuna að fræðimennska sú sem að hér birtist sé þannig fram sett að hún sé hverjum þeim er eftir leitar auðskilin hversu svo sem hún er sérhæfð. Einstigið milli sjérhæfingar og skýrleika er vandratað en leiðarljós engu að síður. Ég sagði hér að ofan að heimspekingar í þessu landi skrifuðu mikið. Það sem meira er, margt af efni þeirra er að glatast. Sú staðreynd ein og sér ætti að vera nægjanleg réttlæting til handa þeim sem nenna að raða forgengi- legum brotum saman í rit, sem vonandi endurspeglar að einhverju marki þá tíma sem þau voru samin á. Eftir stendur þá sú von að forgengileikinn grandi ekki útgáfunni sjálfri og að hugur fylgi máli meðal félagsmanna og annarra lesenda. Vonandi verða orð þau er Davíð Hume viðhafði um útgáfu bókar sinnar Ritgerð um manneðlið ekki að mínum. Jörundur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.