Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 31
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
nefnd dæmi um tilraunir sem með hitun, kælingu, hristingi og
þvílíkum aðferðum leiddu í ljós eðliseiginleika ólíkra efnisteg-
unda og samsetningu blandaðra efna (sæðisdæmið). Þá var
einnig lýst tilraunum sem gerðar voru til að prófa tilgátur
(mælingar á homi milli falllína og staðfesting á kyrrstöðu jarð-
ar með uppskoti). Og mörg fleiri dæmi er að finna í ritum
Aristótelesar.56 Að vísu vitum við ekki hvort Aristóteles hefur
sjálfur gert þessar tilraunir, en hann vísar til þeirra og tekur
mark á þeim.
Aristóteles var sem sagt sannur tilraunaspekingur í skilningi
Cotes: maður sem „leiddi orsakir allra fyrirbæra af einföldustu
fmmsetningum“ og „viðurkenndi enga þá frumsetningu sem
ekki stenst athugun“; maður sem beitti aðferð samantektar og
sundurgreiningar (Aristóteles var raunar einn helsti upphafs-
maður þeirrar aðferðar!) og sem „setti ekki fram neinar tilgát-
ur sem ekki má efast og deila um“. Þegar Aristótelesi skjöplað-
ist í aflfræðinni var það venjulega vegna þess að hugsun hans
var of bundin athugunum og tilraunum, fremur en að hann
hefði „fyrirframkenningar“ eða skírskotaði til dularafla.
Ég hygg að það sem gerir aflfræði Aristótelesar svo fjar-
læga og utanveltu í augum nútímaeðlisfræðinga sé ekki það, að
hún sé vangaveltukennd eða óvísindaleg, jafnvel ekki að hún er
röng eða úreld, heldur það, að hún er yfirleitt óstærðfræðileg
og ómagnbundin. Þrátt fyrir fjölhæfni sína virðist Aristóteles
ekki hafa verið mikill stærðfræðingur. Það var ekki Aristóteles
sjálfur heldur Eudoxos og fleiri sem klæddu kenningar Aristó-
telesar um gang himintungla í stærðfræðilegan búning.
Aflfræði Newtons er hins vegar sigur stærðfræðinnar. Og
raunar lá snilld Newtons í náttúruspeki fyrst og fremst í þeim
hæfileika hans að beita stærðfræði við eðlisfræði. Aflfræði
Newtons hefur gríðarlega yfirburði yfír alla keppinauta vegna
þess hve öflug hún er, einföld og nákvæm. Hreyfifræðin,
56 Sumir vilja ef til vill ekki fallast á að dæmi mín séu réttnefndar til-
raunir. Ekki er fullljóst hvað hugtakið „vísindaleg tilraun“ merkir, enda
hefur það ekki verið nægilega rætt. Eg tel að öll þau dæmi sem ég hef
tekið og einnig dæmi af öðru tagi ættu að teljast vísindatilraunir. Les-
andanum er bent á athyglisverða umfjöllun um efnið í bókinni Great
ScientificExpcrimenís eftir Rom Harré (Oxford University Press: Ox-
ford, 1983).
29