Hugur - 01.01.1988, Síða 31

Hugur - 01.01.1988, Síða 31
HUGUR MIKAEL M. KARLSSON nefnd dæmi um tilraunir sem með hitun, kælingu, hristingi og þvílíkum aðferðum leiddu í ljós eðliseiginleika ólíkra efnisteg- unda og samsetningu blandaðra efna (sæðisdæmið). Þá var einnig lýst tilraunum sem gerðar voru til að prófa tilgátur (mælingar á homi milli falllína og staðfesting á kyrrstöðu jarð- ar með uppskoti). Og mörg fleiri dæmi er að finna í ritum Aristótelesar.56 Að vísu vitum við ekki hvort Aristóteles hefur sjálfur gert þessar tilraunir, en hann vísar til þeirra og tekur mark á þeim. Aristóteles var sem sagt sannur tilraunaspekingur í skilningi Cotes: maður sem „leiddi orsakir allra fyrirbæra af einföldustu fmmsetningum“ og „viðurkenndi enga þá frumsetningu sem ekki stenst athugun“; maður sem beitti aðferð samantektar og sundurgreiningar (Aristóteles var raunar einn helsti upphafs- maður þeirrar aðferðar!) og sem „setti ekki fram neinar tilgát- ur sem ekki má efast og deila um“. Þegar Aristótelesi skjöplað- ist í aflfræðinni var það venjulega vegna þess að hugsun hans var of bundin athugunum og tilraunum, fremur en að hann hefði „fyrirframkenningar“ eða skírskotaði til dularafla. Ég hygg að það sem gerir aflfræði Aristótelesar svo fjar- læga og utanveltu í augum nútímaeðlisfræðinga sé ekki það, að hún sé vangaveltukennd eða óvísindaleg, jafnvel ekki að hún er röng eða úreld, heldur það, að hún er yfirleitt óstærðfræðileg og ómagnbundin. Þrátt fyrir fjölhæfni sína virðist Aristóteles ekki hafa verið mikill stærðfræðingur. Það var ekki Aristóteles sjálfur heldur Eudoxos og fleiri sem klæddu kenningar Aristó- telesar um gang himintungla í stærðfræðilegan búning. Aflfræði Newtons er hins vegar sigur stærðfræðinnar. Og raunar lá snilld Newtons í náttúruspeki fyrst og fremst í þeim hæfileika hans að beita stærðfræði við eðlisfræði. Aflfræði Newtons hefur gríðarlega yfirburði yfír alla keppinauta vegna þess hve öflug hún er, einföld og nákvæm. Hreyfifræðin, 56 Sumir vilja ef til vill ekki fallast á að dæmi mín séu réttnefndar til- raunir. Ekki er fullljóst hvað hugtakið „vísindaleg tilraun“ merkir, enda hefur það ekki verið nægilega rætt. Eg tel að öll þau dæmi sem ég hef tekið og einnig dæmi af öðru tagi ættu að teljast vísindatilraunir. Les- andanum er bent á athyglisverða umfjöllun um efnið í bókinni Great ScientificExpcrimenís eftir Rom Harré (Oxford University Press: Ox- ford, 1983). 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.