Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 59
HUGUR
VILHJÁLMUR ÁRNASON
læknislist og skipstjómarlist, sem augljóslega lúta ákveðnum
reglum, en Sartre ber siðferðið saman við málaralist sem
greinilega gefur meira svigrúm til uppfinningar og sköpunar.
Eg er þó ekki viss um að þessi munur skipti neinum sköpum.
Þótt valsvið listmálarans sé vissulega vítt þá hvílir það ekki á
ákvörðun hans hvað telst list og hvað ekki. List, eins og önnur
mannleg viðleimi, byggir á ákveðnum hefðum og samkomulagi
sem ákvarða hvers konar starfsemi hún er og þessar hefðir setja
listamanninum óneitanlega ákveðin takmörk. Þessi takmörk
eru þó ekki í sjálfu sér höft á frelsi listamannsins heldur fremur
forsenda þess að um listsköpun geti verið að ræða.
Það er grundvallaratriði bæði í siðfræðilegri hugsun og
siðferðilegum þroska að átta sig á því, að þótt menn ráði því
hvað þeir gera er ekki þar með sagt að þeir ráði því hvað þeim
ber að gera.8 Þar hlýtur að koma til virðing fyrir raunveru-
legum mannlegum verðmætum. Auk þess er merkingarlaust að
tala um siðferðilega ákvörðun nema innan raunverulegs sið-
ferðis þar sem ákveðnar reglur og hefðir eru þegar í gildi.
Ríkjandi siðferði setur því jafnan mörk hvað getur talist sið-
ferðileg ákvörðun og hvenær er við siðferðilegan vanda að etja
og hvenær ekki.9 Það er því nær sanni að segja að einstakar
athafnir þiggi merkingu sína af siðferðinu heldur en hitt að
einstakar athafnir manna skapi siðferðið.
Meðal undirstöðuþátta í mannlegu siðferði em boð og bönn
sem mótast hafa í sögunnar rás. Boð og bönn kveða á um hvað
er rétt og hvað rangt og helgast af því á endanum að til em
fyrirbæri í þessum heimi sem skipta máli fyrir alla menn - hafa
almennt gildi. Dæmi um slík verðmæti eru lífið sjálft og frels-
ið. Bönn standa vörð um þessi verðmæti: „þú skalt ekki mann
deyða“ og boðin hvetja okkur til góðra verka: „hjálpum nauð-
8 Þetta atriði hef ég rætt sérstaklega í greininni „Um gæði og siðgæði",
Samfélagstíðindi (Reykjavík, 1985), bls. 23-37.
9 Peter Winch hefur orðað þetta vel: „For a decision can only be made
within the context of a meaningful way of life and a moral decision can
only be made within the context of a morality. A morality cannot be
based on decisions. What decisions are and what are not possible will
depend on the morality within which the issues arise; and not any issue
can arise in a given morality.“ Ethics and Action (Routledge and Kegan
Paul: London, 1972), bls. 55.
57