Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 21
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
hnöttur úr jarðefni. Og á henni eru lífverur sem eru einkum
gerðar úr jörð, svo sem við sjálf, dýrin og jurtimar. Jörðin er
girt vatnslagi, nefnilega höfum og vötnum; lag úr loftefni,
andrúmsloftið, umlykur vatnshvelið; og þar fyrir utan er
væntanlega lag af eldi. í ljósi þyngdareiginleika þeirra höfuð-
skepna, sem allir hlutir eru skapaðir af, er þetta það eðlilega
ástand sem við mundum búast við að næðist með tímanum ef
kerfið væri ótmflað af utanaðkomandi kröftum.
Eðli höfuðskepnanna skýrir einnig lögun jarðar, hreyfingu
hennar og stöðu í alheiminum.
Hin kunna tilhneiging jarðefnis er að leita í átt til miðjunnar,
sökkva í öllum efnum. Jörðin er einfaldlega sambreiskja jarð-
efnis sem hefur safnast, í samræmi við eðli sitt, kringum hinn
sameiginlega miðpunkt. Þess vegna er jörðin í miðju alheims-
ins. Það er ekki nauðsynlegt að hún sé þar, en væri hún á ein-
hvem hátt færð úr þeim punkti, mundi hún leita þangað aftur,
ef hún væri óhindruð. Að því gefnu að enginn kraftur flytji
jörðina frá miðjunni, verður hún þar, sem einmitt er raunin.
Reyndar er það þyngdarpunktur þessa massa sem er í sjálfri
miðjunni. Annað efni kemst ekki að henni vegna efnis, sem
þegar er þar eða í kringum hana. Ef stór jarðefnisklumpur
væri einhvem veginn festur utan á jörðina mundi heildarmass-
inn færast þannig að þyngdarpunktur hans félli saman við
miðjuna.31
Og ekki nóg með það: „jörðin er kúlulaga eða að minnsta
kosti náttúrulega kúlulaga", eins og Aristóteles orðar það.32
Hnattlögun er með öðrum orðum það form sem er náttúruleg
afleiðing af, og skýranlegt með, þyngdareiginleikum þess efnis
sem jörðin er gerð úr:
Því sérhver hluti jarðar hefur þyngd uns hann nær miðjunni,
og samhnoð hluta, stóna og smáiTa, leiðir ekki til bylgjótts
yfirborðs, heldur til þéttingar og samleitni, uns miðjunni er
náð... Allt jarðefni hefur miðjuna að stefnumarki, og það á
jafnt við um sérhverja ögn í jörðinni og við jörðina í heild...
Þess vegna heldur jarðefni, bæði jarðagnir og jörðin í heild,
31 Umhimnann 296b7-24 og 297a29-297bl3.
32 Um himnana 297b20-21.
19