Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 15
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
En Aristóteles lætur ekki staðar numið við eðlisefnafræði.
Því að í ljós kemur að hann hafði mun meiri áhuga á „þyngdar-
eiginleikum“ frumefnanna en efnafræðilegum, eða jafnvel
eðlisefnafræðilegum, eiginleikum þeirra. Hann er fyrsti
náttúruspekingurinn sem tekur efnisheiminn þessum tökum, og
í því liggur helsta framlag hans til nútímaaflfræði. Þetta má ég
til með að útskýra nánar.
IV
Fyrir Aristótelesi er náttúran svið breytingar; og hreyfing er
að hans dómi grunnform breytingar.14 En grunnform allrar
hreyfingar er náttúruleg hreyfing: hreyfing náttúrugripa, eða
hluta sem hafa náttúrur. Aristóteles skilgreinir náttúru sem
innra upphaf hreyfingar og stöðvunar, sem erhlut eiginlegt en
ekki tilfallandi.15 Það verður að meta, fyrst og fremst með
athugun, hvort náttúrugripir í þessari merkingu séu til, og ef
svo reynist vera, hvaða hlutir það eru og hverjum náttúrum
þeir eru gæddir.
Skrá Aristótelesar yfir náttúrugripi er ekki löng. Hún telur
dýr, jurtir og líkamshluta þeirra, auk jarðefnis, lofts, elds og
vatns sem hann kallar „ósamsetta gripi“.16 Stundum telur hann
himingeiminn og einstaka hluta hans með, stundum ekki17 - við
látum styttri listann nægja í bili.
Síðan á dögum Galíleós hafa vísindamenn iðulega lagt sig í
líma við að hreinsa sig af öllum tengslum við kenningar, sem
þeir hafa talið bera keim af náttúrum Aristótelesar. í formála
sínum að annarri útgáfu Náttúruspeki Newtons,18 sem gefin
var út árið 1713, skrifar Roger Cotes:
14 Eðlisfræðin VIII,7 einkum 260a27-261a27.
15 Eðlisfræðin 192b21-23; sbr. Frumspekin V,4.
16 Eðlisfræðin 192b9-ll.
17 Sjá einkum Um himnana III, 1 298a26-35: „Náttúrugripir eru annað
hvort frumverundir eða eiginverk og eiginleikar þeirra. Til náttúrugripa
tel ég ósamsetta hluti - eld, jörð, og hina tvo - og hluti samsetta úr
þeim, til dæmis himnana í heild og þætti þeirra, dýr og einnig plöntur
og þætti þeirra. Með eiginleikum og eiginverkum á ég við hreyfingar
þessara og alls annars sem hefur getu til að valda eigin hreyfingu og
einnig breytingar þeirra fyrir tilstilli hvers annars eða sjálfstæðar."
18 Sjá 1. neðanmálsgrein.
13