Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 39

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 39
HUGUR_______________________________________________ATLI HARÐARSON Þeir telja að tal um skugga geti tjáð viss sannindi en að þessi sannindi séu betur tjáð með öðru móti. Þeir sem halda því fram að ekki séu til hverafuglar eru aftur á móti að halda því fram að trú á hverafugla sé hjátrú. Þeir eru ekki að segja að það sem fylgismenn hverafugla hafa reynt að segja sé betur tjáð með því að gefa öðrum hlutum einkunnir. Þeir vilja útrýma hverafuglum bæði úr nafnlið og sagnlið og þeir telja að þeir sem tala um hverafugla séu með tali sínu að tjá tóm ósannindi. III Nú held ég að það sé lítið eða ekkert vit í að segja að tal um skugga (eða hvað annað) tjái einhver sannindi en skuggar séu samt ekki til. Með öðrum orðum þá held ég að lítið vit sé í þeim skoðunum sem ég hef tilgreint sem dæmi um skoðanir verufræðinga (eins og til dæmis þeirri að ekki séu til skuggar). En þó ég haldi að það sé lítið vit í skoðunum af þessu tagi, þá eru flestar deilur verufræðinga um tilveru skugga, skyn- reynda, atburða, tíma, rúms, yrðinga og eiginleika o.s.frv. af svipuðu tagi og deilan um tilvist skugga (og þar með næsta ó- merkilegar að mínu viti). Þótt þeir séu ósammála um tilveru þessara hluta, þá líta þeir ekki svo á að andstæðingar sínir séu hjátrúarfullir eða séu að verja skoðanir sem eru alrangar á sama hátt og sú skoðun að til séu hverafuglar væntanlega er. Frá þessu eru þó undantekningar. Það eru til merkilegar og mikilvægar deilur um verufræðileg efni innan nútímaheim- speki. Ein þeirra er auðvitað deilan um það hvort guð sé til. Þeir heimspekingar sem telja að guð sé ekki til líta, að ég held, flestir svo á að tal um guð sé ekki villandi leið til þess að tjá einhver sannindi, heldur tjái það tóm ósannindi. Aðra undantekningu má tína til. En til hennar teljast heimspekingar (líkt og Richard Rorty og W.v.O. Quine11) sem kalla sig „eliminitive materialists". (Ég veit ekki til þess að til sé íslenskt heiti á þessarri stefnu.) Þeir telja að tal um sálar- 11 Sjá t.d. Richard Rorty: Philosophy and The Mirror of Nature, (Princeton University Press: Princeton, 1980), kafli II og W.v.O. Quine: „Mental Entities" í The Ways of Paradox and Other Essays, (Random House: London, 1966) og Wordand Object, grein 54. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.