Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 74

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 74
SIÐFRÆPIN OG MANNLÍFIP______________________________________HUGUR löndum er konum uppálagt að hylja andlit sitt á almannafæri. Þetta er eins og hver önnur hefð sem á sér langa sögu og hver kynslóð á fætur annarri meðtekur meira og minna möglunar- laust. En gerum nú ráð fyrir því að frelsisþráin brytist fram í brjóstum nokkurra kvenna og þær risu upp gegn hefðinni. Eina leiðin til þess að leiða mál þeirra skynsamlega til lykta væri að gera réttmæti sjálfrar hefðarinnar að viðfangsefni í siðferði- legum rökræðum. Þá kæmi í ljós að þetta mál er fjarri því að vera eins og hvert annað álitamál eða siður, sem rétt er að láta óátalinn frá siðferðissjónarmiði eins og margir borðsiðir eru t.d., heldur er það liður í kúgun kvenna og stendur í vegi fyrir eðlilegri sjálfsvirðingu þeirra og þroska. Slíkur siður verður því aldrei varinn með siðferðilegum rökum. Þetta dæmi sýnir það eitt hvað gæti gerst ef siðferðileg rök réðu ferðinni og um leið varpar það Ijósi á þau öfl sem ráða ferðinni í reynd. Hugmyndin um siðferðilegar rökræður gerir því ráð fyrir aðstæðum þar sem samræður manna og samskipti eru óþvinguð jafnt af ábyrgðarleysi einstaklinga sem af álagi ytri aðstæðna. Það segir sig sjálft að slíkar samræðuaðstæður eru ekki annað en hugsjón skynseminnar. Þetta er viðmiðunarhugmynd sem getur gegnt mikilvægu hlutverki í gagnrýni á allar raunveru- legar leiðir sem menn beita til þess að leiða mál til lykta. Hún bendir á að brýnasta verkefnið er að byggja upp afstöðu og aðstæður sem gera menn hæfari til að takast á við þau verkefni sem við þeim blasa. Það sem þarf til þess er stöðug og opin rökræða um það hvað í samfélagi okkar og siðferði er í raun réttlætanlegt og hvað þjónar þröngum sérhagsmunum sem aldrei gætu öðlast réttlætingu í skynsamlegri samræðu allra aðilja. Rökræðan miðar þannig að því að greina á milli þess óréttlætis sem hefð og valdakerfi hafa fest í sessi og þeirra hefðbundnu hagsmuna sem eru mönnum sameiginlegir og nauðsynlegir til þroska. Þegar þetta siðferðilega samræðu- form er haft að leiðarljósi færist áherslan af því, að hver og einn einstaklingur geti viljað að allir geri eins og hann, yfir á 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.