Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 19
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
framt bendir almenn reynsla til þess að andrúmsloftið, og
himingeimurinn, myndi hvel um jörðina, þannig að miðja
jarðar virðist vera miðja alheimsins.25
Föst efni, sem ekki er haldið uppi, vökvar og jafnvel
lofttegundir, leita til þessa punkts og eru þess vegna „þung“. En
fasta frumefnið eitt er, samkvæmt Aristótelesi, „algjörlega
þungt“, því aðeins það „sekkur til botns í öllum efnum“, en
aðeins eldurinn er „algjörlega léttur“ því hann rís til yfirborðs
í öllum efnum.26 Um loft og vatn segir Aristóteles, að „hvomgt
þeirra sé algjörlega létt eða þungt
Bæði eru þau léttari en jarðefni, því sérhver skammtur þeirra
rís til yfirborðs þess, en þyngri en eldur, því skammtur beggja,
í hvaða mæli sem er, sekkur til botns í eldi. Samanborið hvort
við annað eru þau létt og þungt, því loft í hvaða mæli sem er
rís til yfirborðsins í vatni, en vatn í hvaða mæli sem er sekkur
til botns í lofti.27
Þess vegna nefnir Aristóteles vatn og loft hinar „meðalþungu
höfuðskepnur“, vegna þess að þyngdareiginleikar þeirra
sameina þyngd og léttleika.
Það er athyglisvert, að með þessu hefur Aristótelesi tekist að
skilgreina höfuðskepnumar fjórar án þess að vísa til efniseigin-
leika eða eðlisástands þeirra. Þess í stað vísar hann eingöngu til
náttúrulegs hreyfimáta - með öðrum orðum til þyngdar-
eiginleika, léttleika og þungleika - þessara skepna. Þessi sömu
efni hefur hann svo líka skilgreint með tilliti til eðlisástands -
hvort þau séu föst, fljótandi, loft- eða eldkennd - og til efnis-
eiginleika eins og litar, gagnsæis, hörku, áferðar, og svo fram-
vegis. Hér sjáum við skýrt og greinilega hvernig aflfræði
Aristótelesar tengist efnafræði hans órjúfanlegum böndum.
Það er viss þróun í hugsun Aristótelesar: Hann virðist byrja á
efnafræði í anda Empedóklesar. Af henni sprettur eðlis-
líklega ekki sjálfur gert tilraun af þessu tagi má vera að hann hafi boðið
hana út.
25 Sjá umræðuna í Um himnana 296b6-17.
26 Umhimnana 311 al7-18. Aristóteles færir rök fyrir því á 311 b8-10 að
loft hafi þunga, og á 311 b25-28 að eldur hafi engan þunga.
27 Umhimnana 31 la24-29; sjá umræðu í 269bl7-30 og víðar í 2. og 3.
kafli I. bókar.
17