Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 13

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 13
HUGUR MIKAEL M. KARLSSON Þetta er þá ráðgátan: Sé sæðið vatn, þá virðist vatn ekki þykkna við hita, en sæðið er þykkt og það sjálft, sem og líkaminn sem það kemur úr, eru heit. Sé það jarðefni eða blanda af jörð [jarðefni] og vatni, ætti það ekki allt að verða að vökva. En ef til vill höfum við ekki greint allar samsetningar. Það eru ekki einungis vökvar sem samanstanda af vatni og jarðefnum sem þykkna, heldur líka þeir sem eru úr vatni og lofti. Froða, svo að dæmi sé tekið, er þykk og hvít, og því smærri og ógreinilegri sem loftbólurnar eru, þvf hvítari og þéttari sýnist massinn. Og það sama á við um olíu: þegar henni er blandað við loft, þykknar hún; því er það að efni sem hvítnar verður þykkara, þar sem hið vatnskennda í því greinist frá, vegna hitans, og verður að lofti. Og ef bráðið blý er blandað vatni eða jafnvel olíu, þá eykst umfangið mjög og breytist úr dökkum vökva f stíft og hvítt efni. Ástæðan er sú, að það er blandað lofti sem eykur umfangið og lætur hvítuna skína í gegn, eins og í froðu og snjó (því snjór er froða). Og sé vatnið sjálft blandað olíu verður það þykkt og hvítt, vegna þess að loft ánetjast því við blöndunina og mikið loft er í olíunni sjálfri (því gljái er eigind lofts, ekki jarðar eða vatns). Þetta er líka ástæða þess, að olía flýtur á yfirborði vatns, því loftið sem er í henni eins og í fleyi heldur henni uppi og lætur hana fljóta og er orsök léttleika hennar. Þannig þykknar olía án þess að frjósa í kulda og frosti: hún frýs ekki vegna hita síns (því loft er heitt og frýs ekki), en vegna þess að loftið er samþjappað og þétt, er eins og að kuldinn geri olíuna þykkari. Þetta eru ástæður þess að sæði er stíft og hvítt, þegar það kemur út úr dýrinu: í því er mikið heitt loft vegna hitans innra; en síðan, þegar hitinn er rokinn úr því og loftið hefur kólnað, verður það vökvakennt og dökkt; því vatnið, og hver ögn af jarðefnum sem í því er, kann að vera eftir í sæðinu þegar það þornar, eins og í slími. Svo að sæði er þá samsetning lífslofts og vatns, en hið fyrrnefnda er heitt loft. Því er sæði vökvakennt í eðli sínu vegna þess að það er úr vatni.10 Af þessu er ljóst, að hversu gölluð sem ferefnakenningin kann að hafa verið, þá var hún, að minnsta kosti í höndum Aristó- telesar, grundvöllur sem á mátti byggja tilraunir og skýringar. Hér lýsir hann óumdeilanlega tilraun með efni, þar sem þau em hituð upp, kæld, blandað við önnur efni og látin gufa upp til að fræðast um samsetningu og eiginleika þeirra með ferefnakenn- inguna að leiðarljósi. Vilji einhver neita því, að Aristóteles hafi 10 Getnaður dýra 735a29-736a2. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.