Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 13
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
Þetta er þá ráðgátan: Sé sæðið vatn, þá virðist vatn ekki
þykkna við hita, en sæðið er þykkt og það sjálft, sem og
líkaminn sem það kemur úr, eru heit. Sé það jarðefni eða
blanda af jörð [jarðefni] og vatni, ætti það ekki allt að verða að
vökva.
En ef til vill höfum við ekki greint allar samsetningar. Það
eru ekki einungis vökvar sem samanstanda af vatni og
jarðefnum sem þykkna, heldur líka þeir sem eru úr vatni og
lofti. Froða, svo að dæmi sé tekið, er þykk og hvít, og því
smærri og ógreinilegri sem loftbólurnar eru, þvf hvítari og
þéttari sýnist massinn. Og það sama á við um olíu: þegar
henni er blandað við loft, þykknar hún; því er það að efni sem
hvítnar verður þykkara, þar sem hið vatnskennda í því greinist
frá, vegna hitans, og verður að lofti. Og ef bráðið blý er
blandað vatni eða jafnvel olíu, þá eykst umfangið mjög og
breytist úr dökkum vökva f stíft og hvítt efni. Ástæðan er sú,
að það er blandað lofti sem eykur umfangið og lætur hvítuna
skína í gegn, eins og í froðu og snjó (því snjór er froða). Og
sé vatnið sjálft blandað olíu verður það þykkt og hvítt, vegna
þess að loft ánetjast því við blöndunina og mikið loft er í
olíunni sjálfri (því gljái er eigind lofts, ekki jarðar eða vatns).
Þetta er líka ástæða þess, að olía flýtur á yfirborði vatns, því
loftið sem er í henni eins og í fleyi heldur henni uppi og lætur
hana fljóta og er orsök léttleika hennar. Þannig þykknar olía án
þess að frjósa í kulda og frosti: hún frýs ekki vegna hita síns
(því loft er heitt og frýs ekki), en vegna þess að loftið er
samþjappað og þétt, er eins og að kuldinn geri olíuna þykkari.
Þetta eru ástæður þess að sæði er stíft og hvítt, þegar það
kemur út úr dýrinu: í því er mikið heitt loft vegna hitans innra;
en síðan, þegar hitinn er rokinn úr því og loftið hefur kólnað,
verður það vökvakennt og dökkt; því vatnið, og hver ögn af
jarðefnum sem í því er, kann að vera eftir í sæðinu þegar það
þornar, eins og í slími.
Svo að sæði er þá samsetning lífslofts og vatns, en hið
fyrrnefnda er heitt loft. Því er sæði vökvakennt í eðli sínu
vegna þess að það er úr vatni.10
Af þessu er ljóst, að hversu gölluð sem ferefnakenningin kann
að hafa verið, þá var hún, að minnsta kosti í höndum Aristó-
telesar, grundvöllur sem á mátti byggja tilraunir og skýringar.
Hér lýsir hann óumdeilanlega tilraun með efni, þar sem þau em
hituð upp, kæld, blandað við önnur efni og látin gufa upp til að
fræðast um samsetningu og eiginleika þeirra með ferefnakenn-
inguna að leiðarljósi. Vilji einhver neita því, að Aristóteles hafi
10 Getnaður dýra 735a29-736a2.
11