Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 17

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 17
HUGUR___________________________________________MIKAEL M. KARLSSON harm til annars.2x Hér er Newton greinilega að lýsa tilhneigingu hluta til hreyfingar og stöðvunar. Að vísu lýsir Aristóteles náttúrum sínum sem „innri" og „eðlislægum", en með því á hann ekki við annað en að til dæmis sú tilhneiging hins fasta frumefnis, að leita í átt til miðju jarðar, sé tilhneiging sem það hefur sem jarðefni. Sambærileg til- hneiging yfirhafnar er ekki tilhneiging hennar sem frakka - yfirhafnir hlíta ekki eigin hreyfilögmálum, þær eru ekki nátt- úrulegir hlutir - heldur hefur frakkinn tilhneigingu jarðefnis- ins sem hann er saumaður úr.22 Hér er á ferðinni einföldun af því tagi sem Cotes leggur blessun sína yfir þegar hann talar um að „leiða orsakir allra hluta út frá einföldustu frumsetningum": Við tölum hvorki um „innra" né „eðlislægt" hreyfilögmál yfirhafnar, eða rúmstæðis, eða skýja, því það er hægt að skýra náttúrulega hreyfingu þeirra fullkomlega með lögmálum sem stjórna hreyfingu hinna einstöku frumefna sem þau eru samsett úr: Það er í frumefhunum, ekki í frökkum eða rúmum, sem lögmálin búa. Ég sé ekkert hér sem „þeir sem kunna skil á tilrauna- heimspeki", eins og Cotes lýsir þeim, geta haft á móti. Newton hefði til dæmis alveg eins getað sagt, að frakki hafi tregðu, eða dragi að sér aðra hluti, en ekki sem frakki heldur sem hlutur, og þannig má segja að tregðan og aðdráttaraflið búi í hlutum. Við getum gengið ennþá lengra, því ég sé ekki betur en að lýsing Cotes á aðferðum tilraunaspekinganna eigi engu síður við um Aristóteles en um Newton. Þetta ætti að skýrast í framhaldinu. V Eins og fram kom, nær náttúrugripaskrá Aristótelesar aðeins til lifandi vera og líffæra þeirra, auk höfuðskepnanna. Nú er náttúruleg tilhneiging höfuðskepnanna sú að hreyfast eftir beinum línum, en náttúruleg hreyfing jurta, dýra og líffæra þeirra virðist ekki fylgja neinu svo einföldu mynstri. Lögmálin sem stjórna hreyfingum lífvera eru sýnilega allt önnur, og 21 Op. Cit., bls. 13. 22 Eðlisíræðin 192bl0 og áfram; sbr. Umhimnana 311a32-311bl og þar um kring. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.