Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 26

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 26
ÞUNGIR ÞANKAR________________________________________________HUGUR Aristóteles gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir mikilvægi einfaldleikans eins og Grikkir almennt gerðu, og margir af fyrirrennurum hans höfðu sett fram eins-efnis tilgátur. En Aristóteles sá á slíkum kenningum alvarlegan annmarka: Hin sameiginlega villa allra eins-efnis tilgátna er, að þær leiða ekki til nema einnar náttúrulegrar hreyfingar, sem þá hlýtur að vera eins fyrir alla hluti. Ef þannig allir hlutir eru af einni gerð, þá hljóta þeir allir að hreyfast eins... [Og aftur] ef aðeins væri til eitt efni, þá hlytu allir hlutir að leita upp á við, eða allir niður á við.44 Röksemd Aristótelesar gegn eins-efnis kenningum er í stuttu máli sú að honum sýnist slíkar kenningar ekki geta skýrt mun- inn á hreyfingu fastra, vökvakenndra og loftkenndra efna. Newton sneiddi hjá þessari mótbáru með því að sýna fram á að allir hlutir gætu hreyfst samkvæmt einu lögmáli (tregðulög- málinu) án þess að það leiddi til þess að þeir hreyfðust allir í sömu átt. VII Kenningin um náttúrulega hreyfingu er að sjálfsögðu ekki nema hluti af aflfræði Aristótelesar. Að himinfestingunni undanskilinni eru hreyfingar hluta í heiminum, dauðra sem lifandi, að mestu leyti „þvingaðar". Náttúruleg hreyfing getur ekki verið nema upp eða niður eftir beinni línu, sem á endanum lyki í algjórri kyrrstöðu. En sá heimur sem við þekkjum er hreint ekki í kyrrstöðu, og við verðum sjaldnast vitni að hreyfingum sem eru lóðréttar eða í beina línu. En önnur hreyfing kallast „þvinguð" eða „ónáttúruleg", eins og fram hefur komið, og stafar af einhverjum utanaðkomandi áhrifum. Svo dæmi sé tekið, kasti ég steini á ská upp í loftið, þá er hreyfing hans upp á við og lárétt þvinguð samkvæmt Aristótelesi. Eftir skamma stund er þvingunarorkan, sem ég gaf steininum, uppurin. Náttúruleg hreyfing hans tekur völdin og hann snýr til jarðar. Þessi skipting í náttúrulega og þvingaða hreyfingu er grundvallaratriði í aflfræði Aristótelesar, eins og í aflfræði 44 Um himnana 304bl2-15; einnig 312b22-23 og textinn þar um kring. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.