Hugur - 01.01.1988, Side 26
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
Aristóteles gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir mikilvægi
einfaldleikans eins og Grikkir almennt gerðu, og margir af
fyrirrennurum hans höfðu sett fram eins-efnis tilgátur. En
Aristóteles sá á slíkum kenningum alvarlegan annmarka:
Hin sameiginlega villa allra eins-efnis tilgátna er, að þær leiða
ekki til nema einnar náttúrulegrar hreyfingar, sem þá hlýtur að
vera eins fyrir alla hluti. Ef þannig allir hlutir eru af einni gerð,
þá hljóta þeir allir að hreyfast eins... [Og aftur] ef aðeins væri
til eitt efni, þá hlytu allir hlutir að leita upp á við, eða allir niður
á við.44
Röksemd Aristótelesar gegn eins-efnis kenningum er í stuttu
máli sú að honum sýnist slíkar kenningar ekki geta skýrt mun-
inn á hreyfingu fastra, vökvakenndra og loftkenndra efna.
Newton sneiddi hjá þessari mótbáru með því að sýna fram á að
allir hlutir gætu hreyfst samkvæmt einu lögmáli (tregðulög-
málinu) án þess að það leiddi til þess að þeir hreyfðust allir í
sömu átt.
VII
Kenningin um náttúrulega hreyfingu er að sjálfsögðu ekki
nema hluti af aflfræði Aristótelesar. Að himinfestingunni
undanskilinni eru hreyfingar hluta í heiminum, dauðra sem
lifandi, að mestu leyti „þvingaðar“. Náttúruleg hreyfing getur
ekki verið nema upp eða niður eftir beinni línu, sem á endanum
lyki í algjörri kyrrstöðu. En sá heimur sem við þekkjum er
hreint ekki í kyrrstöðu, og við verðum sjaldnast vitni að
hreyfingum sem eru lóðréttar eða í beina línu. En önnur
hreyfing kallast „þvinguð“ eða „ónáttúruleg“, eins og fram
hefur komið, og stafar af einhverjum utanaðkomandi áhrifum.
Svo dæmi sé tekið, kasti ég steini á ská upp í loftið, þá er
hreyfing hans upp á við og lárétt þvinguð samkvæmt
Aristótelesi. Eftir skamma stund er þvingunarorkan, sem ég
gaf steininum, uppurin. Náttúmleg hreyfing hans tekur völdin
og hann snýr til jarðar.
Þessi skipting í náttúrulega og þvingaða hreyfingu er
grundvallaratriði í aflfræði Aristótelesar, eins og í aflfræði
44 Um himnana 304bl2-15; einnig 312b22-23 og textinn þar um kring.
24