Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 10
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
ekki má dveljast við að sinni. En ferrótakenningin gerði sitt
gagn óháð deilu Empedóklesar og Parmenídesar.
Samkvæmt henni vom flest algeng efni, eins og mjólk, blóð,
bein, hár, gufa og reykur, blöndur af frumefnunum. Með því
að hrista blöndumar, mylja þær, hita, kæla eða brenna, mátti
gera sér grein fyrir samsetningu þeirra og skýra þannig eig-
inleika þeirra, í stuttu máli greina þær í frumþætti, eða þátta-
greina þær eins og það er orðað í nútímaefnafræði. Þótt
Empedókles tali um samsetningu ýmissa efna úr frumefnunum
fjómm, em lýsingar hans nokkuð skáldlegar, þannig að vafi
leikur á því hvort hann hafi nokkum tíma kannað efnin sjálfur
með tilraun. Hins vegar er enginn vafi á því að Aristóteles
sameinaði tilraun og kenningu, eins og við komum bráðum að.
Þess verður að geta, að hvort sem Empedókles sjálfur fékkst
við raunvemlega efnagreiningu eða ekki, þá hafði hann gælt
við hugmyndina um magngreiningu, sem er nútímaorðfæri um
greiningu á hlutföllum frumþátta efnis. Á einum stað í
textabroti, sem geymst hefur, segir hann:
Jörðin þáði í víðar skálar sínar tvo hluta af,átta af skínandi
Néstis [vatni] og fjóra af Hefaestosi [eldi]. Úr þessu urðu til
hin hvítu bein, sem hin guðlega Harmónía [myndunaraflið]
herti.4
Um þennan texta segir Aristóteles :
Hjá Empedóklesi eru kaflar, þar sem hann neyðist til að tala
um hlutfall sem eiginleika eða innsta eðli hluta. Þetta sést til
dæmis í kafla þar sem hann gerir grein fyrir beini. Því að hann
segir ekki að bein sé gert af einu tilteknu frumefni, eða tveim-
ur eða þremur frumefnum, eða blöndu allra frumefnanna,
heldur údistar hann hlutfall þeirra í blöndunni.5
Þrátt fyrir þetta er engin skýr vísbending til um, að Empedó-
kles eða Aristóteles hafi nokkum tíma iðkað raunvemlega
magngreiningu.
Hvað sem því líður, tók Aristóteles upp kenningu
Empedóklesar um fmmefnin fjögur, þótt hann legði í hana
nýja merkingu, eins og við munum sjá. Þeir nútímamenn, sem
4 Brot 98; sbr. brot 96.
5 Líffæridýra 642al9-24.