Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 117

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 117
HUGUR NELSON GOODMAN undir eðlishneigð okkar til að líta á sannleikann eins og endurspeglun eða nákvæma eftirmynd; og við verðum fyrir ei- litlu áfalli í hvert sinn sem við tökum eftir þeirri augljósu stað- reynd að setningin „það rignir“ er eins ólík slagviðri og hægt er að vera. Þessi mikli munur á jafnt við um sannar og ósannar lýsingar. Við þurfum því sem betur fer ekki að fást hér við hið erfiða og tæknilega efni um eðli sannleikans; við getum einbeitt athygli okkar að lýsingum sem eru óneitanlega sannar. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að jafnvel hinar sönnustu lýsingar komast hvergi nærri því að vera eftirmyndir heimsins eins og hann er. Kerfisbundnar lýsingar á heiminum standa jafnvel enn ber- skjaldaðri gagnvart þessari aðfinnslu, eins og ég hef minnst á: því að þær eru reistar á nákvæmlega tilteknum frumþáttum, uppbyggingarforskriftum o.s.frv., en ekkert af þessu er ein- kenni á heiminum sem er verið að lýsa. Sumir heimspekingar halda því þess vegna fram, að ef kerfisbundnar lýsingar eru ónáttúrulegar, þá ættum við að lýsa heiminum á ókerfis- bundinn hátt til að færa lýsingarnar meir til samræmis við heiminn. Hér er gengið út frá þeirri forsendu að ef lýsing er ófullnægjandi að einhverju leyti, þá sé hún það einmitt að því leyti sem á skorti að hún sé óafbökuð mynd og að markmiðið sé að finna lýsingu sem fer eins nærri því og mögulegt er að vera lifandi eftirmynd. En þetta markmið er tálsýn. Því að við höfum séð að jafnvel hin raunsæjasta mynd er háð venjum og mannasetningum. í málaralist er valið öðruvísi úr, áhersla lögð á annað, og aðrar venjur ríkja þar en í tungumáli, en þar engu síður en í tungumáli lýtur þetta lögmálum miðilsins og þar gætir engu minni breytileika. Tilraunir til þess að gera lýsingar sem líkastar myndum virðast missa marks þegar okkur verður ljóst að það að gera lýsingu að eins óafbakaðri mynd og mögulegt er þýddi ekki annað en að ein venja væri tekin upp í stað annarrar. Það er auðvelt að sjá hvers vegna Goodman telur að skilgreining Tarskis skuldbindi okkur ekki til samsvörunarkenningar. Þótt „lista- skilgreining" Tarskis hafi verið gefin, hefur alls ekki verið gerð tilraun til að greina hinar einstöku setningar. Það hefur ekki enn verið sagt að „it is raining" er sönn beri að greina svo að ákveðin samsvörun sé milli „it is raining“ og einhvers annars sem er fullkomlega óháð tungumáli. 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.