Hugur - 01.01.1988, Page 36
VERUFRÆÐI
HUGUR
(concrete events). Svo ekki eru allir á einu máli um hvaða
flokkar einstakra hluta eru til í þessum heimi (þ.e. einstakra
tímanlegra hlutstæðra hluta). Um aðra flokka er engu meira
samkomulag. Þannig telja sumir að til séu mengi en ekki yrð-
ingar (W.v.O. Quine6) og aðrir telja augljóst að yrðingar séu
til (Alvin Pantinga7).
Hér mun ég aðallega fjalla um spumingar um hvaða gerðir
einstakra tímanlegra hluta em til. Eg nota spurningar um ein-
staka tímanlega hluti sem dæmi, því þær em að mörgu leyti
einfaldari en spumingar um hluti í hinum fiokkunum. En það
sem ég segi um þessar spumingar er ætlað að varpa ljósi á
verufræðilegar spumingar almennt.
II
Um hvað eru menn eiginlega að deila þegar þeir deila um
hvaða flokkar einstakra tímanlegra hluta eru til? Eg held að við
getum skipt deilum af þessu tagi í tvo flokka. Til þess að
útskýra hvað ég á við þá ætla ég fyrst að nefna dæmi:
I. Menn geta deilt um hvort til séu hverafuglar
II. Menn geta deilt um hvort til séu skuggar
í fyrra tilvikinu hefur annar deiluaðilinn á réttu að standa og
við vitum nokkurn veginn hvemig heimurinn þarf að vera til
þess að annar hafi rétt fyrir sér og hinn rangt; það er á hverju
sanngildi fullyrðingarinnar „til em hverafuglar“ veltur.
í seinna tilvikinu er hins vegar ekki ljóst að það sé um það að
ræða að hafa rétt eða rangt fyrir sér. Það er heldur ekki ljóst
um hvað deilan snýst eða á hverju sanngildi fullyrðingarinnar
„til em skuggar“ veltur í þessu samhengi.
Þetta er kannski ekki vel skiljanlegt. En sé einhverjum sem
ekki trúir því að til séu hverafuglar sýnd slík skepna og sá hinn
sami látinn fylgjast með athæfi hennar í nokkurn tíma, þá
verður hann að gefast upp og skipta um skoðun. En sé heim-
6 Sjá W.v.O.Quine: Word and Object, (M.I.T. Press: Cambridge,
Mass., 1960)’, kafli VI.
7 S já Alvin Plantinga: The Nature of Necessity, (Oxford University
Press: Oxford, 1974), t.d. kafla IV.
34