Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 118
HEIMURINN EINS OG HANN ER
HUGUR
Heimurinn eins og hann er gefinn, eins og á að sjá hann,
mynda hann eða lýsa honum veitir okkur þannig ekki aðgang
að heiminum eins og hann er.
5. Heimurinn eins og hann er.
Við erum nú komin að spumingunni: Hvemig er hann þá,
heimurinn eins og hann er? Ógnar vinskapur óvina minna mér
enn? Það lítur svo sannarlega út fyrir það, því ég var að enda
við að komast að þeirri niðurstöðu dulspekingsins að ekki sé til
nein leið til að setja heiminn fram eins og hann er. En ef það
sem ég hef verið að segja virðist í fyrstu styrkja vinskap okkar,
mun nánari skoðun sýna að í raun hefur verið grafið undan
honum.
Sú aðfinnsla, að tiltekin sönn lýsing afbaki heiminn eða sé
honum ótrú, verður að skiljast í ljósi fyrirframgefinnar flokk-
unar á lýsingum eftir afbökun þeirra eða í ljósi fyrirframgefins
stigsmunar á trúnaði sannra lýsinga við góðar myndir. En ef
við segjum að allar sannar lýsingar og góðar myndir séu jafn-
skakkar, við hvaða viðmið eða mælikvarða á afbökun emm við
þá að miða? Við höfum ekki lengur fyrir okkur neina skýra
hugmynd um hvað afbökun er. Þannig hafna ég þeirri hug-
mynd að til sé nokkur annar prófsteinn á raunsæi og nákvæmni
en það hvort mynd er góð eða lýsing sönn. Til eru mjög marg-
ar ólíkar og jafnsannar lýsingar á heiminum og sanngildi
þeirra er eini mælikvarðinn á afbökun þeirra. Og þegar við
segjum að þær séu allar bundnar við eina eða aðra venju, þá er-
um við jafnframt að segja að engin af þessum ólíku lýsingum sé
sú eina sanna, þar eð hinar séu einnig sannar. Engin þeirra lýsir
heimshættinum - heiminum eins og hann er - en hver þeirra
um sig lýsir einum hætti heimsins.
Ef ég væri spurður hver væri fæða mannskepnunnar, yrði
ég að svara „engin“. Því að til em margar fæðutegundir. Og ef
ég er spurður hvemig heiminum er hagað, verð ég sömuleiðis
að svara „engan veginn“. Því að heiminum er hagað á margan
hátt. Dulspekingurinn telur að heiminum sé hagað á einhvem
hátt og að þessum hætti verði ekki lýst. Fyrir mér er ekki til
neinn einn heimsháttur; og þá verður honum vitaskuld ekki
lýst. En heiminum er hagað á margan hátt, og sérhver sönn
116