Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 37
HUGUR
ATH HARÐARSON
spekingi sem heldur því fram að skuggar séu ekki til sýndur
skuggi, þá er hann vís til að segja: „Mikið rétt, þetta er skuggi.
En skuggar eru samt ekki raunverulegir einstaklingar. Allt sem
hér er á ferðinni er hlutur sem er skyggður á þennan hátt.“
Með þessu væri heimspekingurinn eklci endilega að neita því
að skuggar séu til í einhverjum skilningi eða að halda því fram
að trú á skugga sé hjátni. (Ef hann væri að því, þá væri deilan
um tilvist skugga af sama tagi og deilan um tilvist hverafugla;
deila þar sem Ijóst er á hverju það veltur hvor hefur rétt fyrir
sér.)
Það sem heimspekingurinn á hér við er líklega frekar það að
skuggar séu ekki meðal frumeininga veruleikans og/eða að það
sé viliandi að ætla þeim tilvist og gefa þannig í skyn að þeir séu
raunverulegir á sama hátt og frumeiningar veruleikans.8
8 Það er lcunnara en frá þurfi að segja, að frumspekingar hafa gert mikið
af því að setja fram kenningar um hvaða hlutir eru undirstöðueiningar
veruleikans og hvaða hlutir eiga sér aðeins „afleidda“ tilvist. Um
síðamefndu hlutina hafa verið notuð ýmis orð eins og til dæmis „entia
per alio“ á latínu og „supervenient entities" og „ontological parasites“ á
ensku. Ég kýs að nefna þá „sníkjudýr" eða „sníkjuhluti" þvf þeir lifa á
öðrum eins og öldurnar á sjónum eða myndin á speglinum.
Ýmsir hafa kennt að snfkjudýr eða sníkjuhlutir séu ekki til í fullri alvöru
og að aðeins frumeiningar veruleikans eigi sér raunverulega tilvist.
Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að aðeins ein tegund hluta
sé til í fullri alvöru. Þannig hélt Leibniz því t.d. fram að mónöður einar
ættu sér raunverulega tilvist, - en þær kvað hann vera einfalda hluti
sem ekki skiptast í einfaldari parta og vera búnar andlegu eðli. Og
Spinoza taldi að heild heimsins væri ein raunvemleg til fulls, allir aðrir
hlutir væru sníkjuhlutir á þessari heild líkt og öldurnar á sjónum.
Frumspekingar eru oft nefndir einhyggjumenn, tvíhyggjumenn eða
fjölhyggjumenn eftir því: a) hvort þeir telja frumeiningar heimsins af
einu tagi, tvennu eða mörgu; b) hvort þeir teja þær eina, tvær eða
margar.
Þannig er Descartes t.d. tvíhyggjumaður í skilningi a) því hann taldi
fmmeiningar veruleikans af tvennu tagi (hugi og efni) en fjölhyggju-
maður í skilningi b) þvf hann taldi hugina marga. Leibniz (og Berkeley
sennilega líka) er aftur einhyggjumaður í skilningi a) en fjölhyggju-
maður í skilningi b) og Spinoza einhyggjumaður bæði í skilningi a) og
b) (nema hann hafi talið, eins og sumt sem hann sagði bendir til, að
heild heimsins sé f senn af ótalmörgu tagi. Hafi hann talið það þá er
hann líklega fjölhyggjumaður í skilningi a)).
Kenningar um greinarmun á frumeiningum veruleikans og sníkjuhlut-
um eru enn að koma fram; sjá t.d. Chisholm, R.M: Person and Object
IV, 5 og I, 8 þar sem hann segir að skuggar og skynreyndir séu ekki til
35