Hugur - 01.01.1988, Qupperneq 17
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
hann til annars.21 Hér er Newton greinilega að lýsa tilhneigingu
hluta til hreyfingar og stöðvunar.
Að vísu lýsir Aristóteles náttúrum sínum sem „innri“ og
„eðlislægum“, en með því á hann ekki við annað en að til dæmis
sú tilhneiging hins fasta frumefnis, að leita í átt til miðju jarðar,
sé tilhneiging sem það hefur sem jarðefni. Sambærileg til-
hneiging yfirhafnar er ekki tilhneiging hennar sem frakka -
yfirhafnir hlíta ekki eigin hreyfilögmálum, þær eru ekki nátt-
úrulegir hlutir - heldur hefur frakkinn tilhneigingu jarðefnis-
ins sem hann er saumaður úr.22
Hér er á ferðinni einföldun af því tagi sem Cotes leggur
blessun sína yfir þegar hann talar um að „leiða orsakir allra
hluta út frá einföldustu frumsetningum": Við tölum hvorki um
„innra“ né „eðlislægt“ hreyfilögmál yfirhafnar, eða rúmstæðis,
eða skýja, því það er hægt að skýra náttúrulega hreyfingu
þeirra fullkomlega með lögmálum sem stjóma hreyfingu hinna
einstöku frumefna sem þau eru samsett úr: Það er í
frumefnunum, ekki í frökkum eða rúmum, sem lögmálin búa.
Ég sé ekkert hér sem „þeir sem kunna skil á tilrauna-
heimspeki“, eins og Cotes lýsir þeim, geta haft á móti. Newton
hefði til dæmis alveg eins getað sagt, að frakki hafi tregðu, eða
dragi að sér aðra hluti, en ekki sem frakki heldur sem hlutur,
og þannig má segja að tregðan og aðdráttaraflið búi í hlutum.
Við getum gengið ennþá lengra, því ég sé ekki betur en að
lýsing Cotes á aðferðum tilraunaspekinganna eigi engu síður
við um Aristóteles en um Newton. Þetta ætti að skýrast í
framhaldinu.
V
Eins og fram kom, nær náttúrugripaskrá Aristótelesar aðeins
til lifandi vera og líffæra þeirra, auk höfuðskepnanna. Nú er
náttúruleg tilhneiging höfuðskepnanna sú að hreyfast eftir
beinum línum, en náttúruleg hreyfing jurta, dýra og líffæra
þeirra virðist ekki fylgja neinu svo einföldu mynstri. Lögmálin
sem stjóma hreyfingum lífvera eru sýnilega allt önnur, og
21 Op. Cit., bls. 13.
22 Eðlisíræðin 192bl0 og áfram; sbr. Umhimnana 311a32-311bl og þar
um kring.
15