Hugur - 01.01.1988, Side 15

Hugur - 01.01.1988, Side 15
HUGUR MIKAEL M. KARLSSON En Aristóteles lætur ekki staðar numið við eðlisefnafræði. Því að í ljós kemur að hann hafði mun meiri áhuga á „þyngdar- eiginleikum“ frumefnanna en efnafræðilegum, eða jafnvel eðlisefnafræðilegum, eiginleikum þeirra. Hann er fyrsti náttúruspekingurinn sem tekur efnisheiminn þessum tökum, og í því liggur helsta framlag hans til nútímaaflfræði. Þetta má ég til með að útskýra nánar. IV Fyrir Aristótelesi er náttúran svið breytingar; og hreyfing er að hans dómi grunnform breytingar.14 En grunnform allrar hreyfingar er náttúruleg hreyfing: hreyfing náttúrugripa, eða hluta sem hafa náttúrur. Aristóteles skilgreinir náttúru sem innra upphaf hreyfingar og stöðvunar, sem erhlut eiginlegt en ekki tilfallandi.15 Það verður að meta, fyrst og fremst með athugun, hvort náttúrugripir í þessari merkingu séu til, og ef svo reynist vera, hvaða hlutir það eru og hverjum náttúrum þeir eru gæddir. Skrá Aristótelesar yfir náttúrugripi er ekki löng. Hún telur dýr, jurtir og líkamshluta þeirra, auk jarðefnis, lofts, elds og vatns sem hann kallar „ósamsetta gripi“.16 Stundum telur hann himingeiminn og einstaka hluta hans með, stundum ekki17 - við látum styttri listann nægja í bili. Síðan á dögum Galíleós hafa vísindamenn iðulega lagt sig í líma við að hreinsa sig af öllum tengslum við kenningar, sem þeir hafa talið bera keim af náttúrum Aristótelesar. í formála sínum að annarri útgáfu Náttúruspeki Newtons,18 sem gefin var út árið 1713, skrifar Roger Cotes: 14 Eðlisfræðin VIII,7 einkum 260a27-261a27. 15 Eðlisfræðin 192b21-23; sbr. Frumspekin V,4. 16 Eðlisfræðin 192b9-ll. 17 Sjá einkum Um himnana III, 1 298a26-35: „Náttúrugripir eru annað hvort frumverundir eða eiginverk og eiginleikar þeirra. Til náttúrugripa tel ég ósamsetta hluti - eld, jörð, og hina tvo - og hluti samsetta úr þeim, til dæmis himnana í heild og þætti þeirra, dýr og einnig plöntur og þætti þeirra. Með eiginleikum og eiginverkum á ég við hreyfingar þessara og alls annars sem hefur getu til að valda eigin hreyfingu og einnig breytingar þeirra fyrir tilstilli hvers annars eða sjálfstæðar." 18 Sjá 1. neðanmálsgrein. 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.