Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 19
B ÚNAÖAHRI 'i'
11
þeim vígi i vörn og sókn í sem flestum velferðarmál-
um stéttarinnar.
Tryggvi Þórhallsson lét af stjórnarstörfum, eins og
fyrr er getið, í júnímánuði 1932, og höfðu þá farið fram
einar kosningar frá því er hann tók við stjórn. Það
voru kosningarnar 1931. Hafði hann þá rofið þingið
síðari hlu’avetrar til að koma í veg fyrir stjórnarskrár-
breytingu, cr Sjáll'stæðis- og Alþýðuflokkarnir höl'ðu
komið sér saman um. Voru þær kosningar einhverj-
ar þær heitustu, er hér hafa háðar verið, og sætti stjórn
hans harði sókn frá báðum hliðum, og var þing-
rofið aðaldeilumálið í kosningunum. Var það síð-
asta kosningabaráttan, sem Tr. Þ. gat verulega beitt
sér i, og ferðaðist hann í flugvél til fundarhalda víða
um landið. Út úr þeim kosningum kom floklcur hans
með hreinan meiri hluta í sameinuðu þingi, en sökum
þeirrar kosningaskipunar til efri deildar, er þá ríkti,
hafði hún neitunarvald í lagasetningu og gerði þing-
meirihl. óstarfhæfan. Stöfuðu al' þessu ýmsir stjórnar-
farslegir örðugleikar, sem urðu þess valdandi, að Tr.
Þ. kaus að draga sig lit lir stjórninni, með því líka að
nú ágerðust veikindi þau, er fyrst gerðu vart við
sig 1927. Hann losnaði aldrei við þau til fulls, heldur
tóku þau sig upp aftur og aftur, hversu mikla var-
færni sem hann sýndi, hæði um mataræði og líkam-
lega áreynslu.
Gerðist liann nú aðalbankastjóri Búnaðarbanka
íslands, og gegndi hann því starfi til dauðadags.
Upp úr árinu 1930 skall hér á „heimskreppan“
svokallaða, er lýsti sér i stórkostlegu verðfalli af-
urða og margvíslegum fjárhagsörðugleikum í sam-
bandi við það. Féllu flestar framleiðsluvörur bænda
á þeim árum um og yl'ir 50% frá því. sem verið hafði
árin fyrir 1930 nokkur liin næstu. En þar sem bændur
höfðu almennt þá á undanförnum árum lagt stórfé
á þeirra mælikvarða í ýiniskonar umbætur við búslcap