Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 160
150
B U N A Ð A R R I T
leggsvara hjá bændum enn, en nú er megnið af ketinu
fryst og sent til Englands. Eru frystihús risin upp í
flestum kaupstöðum eða verzlunarstöðum landsins.
Sláturhúsin og meðferð sú á kjötinu sem þeim fylgdi
var stórkostleg framför frá því er verið hafði; enda
hófst nú nýr markaður f'yrir það og verð hækkaði.
Saltketið fyrst selt mest til Danmerkur, en svo færð-
ist sú verzlun aðallega til Noregs á stríðsárunum;
stóð sú verzlun í fullum blóma og stórvaxandi állt til
1920. Frá aldamótum fór verzlun einlægt batnandi,
hægt en jafnt. Verð útlendra vara aðfluttra fór læltk-
andi, en útflutningur smáhækkandi. Er vísitalan nú
fyrir það tímabil 15,5. M. ö. o. það þurfti nú sem
næst hálfu færri framleiðslueiningar (þ. e. ærafurðir)
til að greiða kaupvörueiningu, en tímabilið 1830—
1840, þ. e. verzlunin var orðin hálfu hagstæðari en
þá. En þó átti hún eftir að batna. Næsta tímabilið frá
1910 til 1914 varð vísitalan 14,7. Fór þá öll verzlun-
arvara stórhækkandi og þó útflutt meira síðasta árið
af þessum fimm, þá er stríðið hófst, er átti eftir að
bylta öllum vorum viðskiptum innan lands og utan.
Næsta tímabilið, 5 ár, komast vorar innlendu vörur
hæst, þ. e. hvít ull að meðaltali kr. 4,23 kg., lcet kr.
1,36 kg., tólg og gærur kr. 1,80 kg. hvort um sig. En
aðflutta varan var nú einnig komin í geysilegt verð,
t. d. rúgmélstunnan, meðalverð kr. 51,70 tunnan.
Komst hæst hér í fullar 80 kr. tunnan. Vísitalan verður
samt lægst sem hún hafði komizt eða 13,3. En við
verðfallið mikla 1920 snýst þetta svo hastarlega
við, að slíks eru ekki dæmi. Næsta tímabilið, 4 ár, fer
vísitalan aftur upp í 20,3, þ. e. það þarf % fleiri dilka
til að greiða sörnu kaupvörur og fyrra tímabilið.
Kjöt féll úr kr. 1,36 í kr. 1,26, mör úr kr. 1,80 í kr. 1,63,
gærur úr lir. 1,80 í kr. 1,12, hvít vorull úr kr. 4,23 í
kr. 2,56. Þá tekur við það tímabil, sem ég hefi áður