Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 241
BÚNAÐARRI T
231
væru fjölbreyttari teikningar, en nú er kostur á, af
smáhúsum l'yrir litlar jarðir eða einyrkjabýli, þar
sem baðstofan væri t. d. aðalherbergið í húsinu, en
rúmum komið svo haganlega fyrir, að hún gæti orðið
ánægjulegur dvalarstaður bæði fyrir gesti og heimil-
isfólk. Þessi hús mættu ekki kosta í útbornum eyri
yfir 2000—2500 kr. með miðstöðvarofnum frá elda-
vél, skólpleiðslu og vatnsleiðslu innanhúss, og þannig
frá húsunum gengið, að auðvelt væri að bæta við
þau síðar svo vel færi.
Stjórn Búnaðarhankans gæti einnig haft mikil áhrif
í þá átt, að hændur réðust ekki í óeðlilega stórar bygg-
ingar, sem þeim væru um megn, l. d. með því að sníða
lánin til íbúðarhúsbygginga meira eftir landverði
jarða en gert hefir verið. Væri æskilegt að slík lán
færu að minnsta kosti ekki fram úr fasteignamati
landverðsins, nema þar sem sérstakar ástæður væru
fyrir hendi.
Loks verður það að teljast nauðsynlegt að deila
lánsfénu lil bygginganna milli eins margra og kostur
er, þegar svo er ástatt sein nú er, að margir bændur
híða eftir lánum til endurhyggingar á húsum, sem
komin eru að falli, þó þannig að tryggt sé að lánin
komi að fullum notum fyrir þá, er hyggja.
Byggingai’kostnaðurinn. Það mun reynsla margra
þeirra, er byggt hafa á síðustu árum, að það er ekki
byggingarefnið, járn, sement og timhur, sem mestu
veldur um dýrleika húsanna, heldur vinnulaunin.
Það liggur því í hlutarins eðli, að leggja verður mikla
áherzlu á að spara svo sem unnt er aðkeypta vinnu
við húsabyggingar í sveitum, að gera þær að svo mildu
leyti sem unnt er að heimilisvinnu og Ieitast jafn-
framt við að nota einföld og ódýr vinnusparandi tæki
til flýtis og verlcaléttis. Til þess að þetta geti orðið
þurfa hændur að taka sér lengri tíma til undirbún-
ings bygginga en nú tíðkast. Með því að nota ódýran