Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 210
200
B Ú N A Ð A R R I T
reyndar hat'a verið til að hagnýta sér þara og þang,
bæði senr áburð og fóður.
Þaragróðurinn vex í fjörum og við land, frá því rétt
fyrir neðan flæðarmál og út á 30 metra dýpi, venju-
lega, en þó getur dálítill mismunur verið á því hversu
djúpt þessi gróður nær. Gróður þessi skiptist þannig,
að í fjörunni, svo langt sem venjulega fellur þurrt við
lágsævi, þar eru hinar ýmsu þarategundir, og eru ])ar
afbrigði af Fucus ættinni ráðandi að rnestu, t. d. báru-
þang, sagþang, klóþang o. fl. Þanggróður þessi er að
mörgu leyli merkilegur, því að fleiri tegundir af því
eru í raun og veru að vaxa allt árið. Þó er vöxtur þessi
mestur yíir vormánuðina.
Þegar þanggróðrinum sleppir (við lægsta fjöruborð)
byrjar þaragróðurinn, og sést oll á þara, sem stendur
lítið eitt upp úr sjó við lágsævi. Af þessum þaragróðri
er það fyrst og fremst Laminariaættin og svo sölin.
Eru þau alloft neðst í þangbeltinu og finnast oft all-
langt úti í þarabeltinu. Það er auðvitað fjöldi af ýms-
um öðruin tegundum bæði í þangbeltinu og þarabelt-
inu. Fræðimenn skipta báðum þessum beltum í þrjú
belti, eftir hinum mismunandi gróðri sem þar er. Hér
eru einungis taldar þær tegundir, sem ég álít að hafi
þýðingu til áburðar og fóðrunar.
Þarategundirnar eru fjölærar, og skipta þær þannig
blöðum, að ný blöð vaxa út undir hinum gömlu, sem
þá smám saman slitna af.
Hin gömlu blöð detta af þaraleggjunum á veturna og'
vorin, strax í nóvember er hægt að sjá lítil ný lilöð
undir hinum gömlu, en í marz—apríl eru hin nýju blöð
fullþroskuð og hin gömlu horfin. Eru þararnir því
mjög merkilegir séð frá því sjónarmiði, að geta þrosk-
ast á versta tíma ársins. En einmitt þá, þegar blöðin
eru fullþroskuð, er þarinn álitinn að vera beztur, til
hvers sem hann er notaður.
í stormi og brimi rekur venjulega milcið af þara á