Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 131
BÚNAÐARRIT
121
báðir unnið að þessum rannsóknum og varpað ljósi
yi'ir margt, sem við kemur ormunum og skaðsemdum
þeim, sem þeir valda. Nú veit maður eftir rannsókn-
um þeirra, að um margar tegundir orma er að ræða,
sem lifa í meltingarfærum og öndunarfærum kindar-
innar, og valda þar margskonar truflunum á eðli-
Jegri lifsstarfsemi. Við vitum, að með þvi að rann-
saka saur ltindarinnar má finna, hvaða ormar eru
bæði i meltingar- og öndunarfærum. Við vitum að
sín aðferðin er bezt við hverja tegund, til að hreinsa
hana úr kindinni, en þar sem þess er langt að liíða,
að dýralæknar verði það almennir, að líkur séu til
þess að þeir geti t. d. að haustinu rannsakað hvaða
ormar eru i fénu á hverjum bæ, þá hefir verið tekið
það ráð, sem jafnbezt reynist við þeim öllum, og með
því er reynt að hreinsa ormana úr meltingarfærun-
um að haustinu. Þetta meðal, sem manna á meðal er
kallað „Dungalsmeðal“, en sem annars er þekt og
notað um allan heim, er eitt af mörgum sem notað er
til að hreinsa orma úr meltingarfærum fjárins, og er
gefið inn, en þá þarf þess að gæta að svelta féð fyrir
og eftir inngjöf. Þetta hafa ekki nærri allir gert, og
því ekki fengið þann árangur af inngjöfinni, sem
vænta mátti. Með því að nota þetta meðal, má hreinsa
sumar tegundir onnanna alveg úr fénu, og stór fækka
öðrum. Það er því alltaf til að tryggja þrif fjárins,
og það er sjálfsagður hlutur að bændur eigi að nota
það.
Með þessu lyfi eru sterkar líkur fyrir, að vanhöld
af völdum orma í meltingarfærum þurfi ekki að verða
mikil í framtíðinni.
í lungunum eru líka margar tegundir, og að því
er virðist meir breytilegar, eftir landshlutum en orm-
arnir í meltingarfærunum. Ganga þeir líka niður af
kindinni, því kindin kyngir þeim, þegar þeir koma upp
i kokið, og má líka við rannsókn á saurnum finna þá.