Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 69
BÚNAÐARR IT
59
Það hefir komið fyrir á ýmsum ferðum og fyrir
hóp nær luttugu manna, að þeir hafa orðið að brjóta
í einu venjur sínar um salt, tóbak og brauð. Eg hefí
oft gert þá tilraun að spyrja þá, hvað þeir kysu helzt:
salt í kjötið sitt, brauð með því, eða tóhak til að reykja
eftir matinn. Nálega ávalt hafa þeir numið staðar til
að hugsa sig um, og ekki minnist eg þess, að þeir væru
nokkurn tíma allir á einu máli.
Þegar vér eruin að koma aftur til skijis, eftir að
hafa lifað marga mánuði á kjöti og vatni, segi eg
venjulega, að matsveininum verði skipað að elda sér-
staklega fyrir hvern mann í hópnum eins mikið og
hann vill af hverju sein hann vill. Sérstaklega tvo
eða þrjá síðustu dagana er þá allmikið skraf um það
meðal nýliðanna, hvað velja skuli. Einn vill kúfaðan
disk al' kartöflustöppu með kjötseyði; annar eina
fjóra potta af kaffi með smjöri og brauði; þriðji vill
el' til vill hlaða af heitum költum með sirópi og smjöri.
Er til skipsins kemur, fær hver og einn eins mikið og
hann vill af því, sem hann vill. Maturinn smaklcast
vel og þó ekki eins afskaplega vel og þeir höfðu ímynd-
að sér. Þeir hafa sagt, að þeir ætluðu að eta mikið, og
það gera þeir. Svo verður þeim illt í maganum, þeir
l'á höfuðverk, þeim líður illa, og að viku liðinni eru
níu af hverjum tíu þeirra, er lifað hafa á kjöti sex
inánuði eða lengur, fúsir til að hverfa að kjötinu aftur.
Vilji maður ekki fara í aðra sleðaferð til, þá er það
venjulega af annari orsök en óbeit á kjöti.
En eins og áður var gefið í skyn, fer dómurinn
eftir því, hve lengi maður hefir lifað á kjötinu. Ef
menn vorir hefðu eftir fyrstu tíu dagana með furðu-
legum hætti verið frelsaðir frá selakjötinu og fengið
aftur sína blönduðu fæðu, mundu flestir þeirra æ síð-
an hafa svarið og sárt við lagt, að þeir hefðu verið
ko.mnir að bana, er þeim var hjargað, og þeir mundu
hafa heitið því, að bragða aldrei aftur sel - en það