Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 158
B Ú N A Ð A R R I T
148
um — dilkum getur maður sagt — 1954 en uin 1830
til greiðslu kaupvörueiningarinnar, sem áður er talin
upp. Það er framleiðsuvaran, gjaldeyririnn, sem
hækkaði töluvert í verði þessi ár; þá var góðæri frá
1840 og fjárfjölgun. Græddu bændur og vinnumenn,
er sauðfé áttu, bæði á tá og fingri. En síðar verður
vikið litið eitt að búnaðarmálunum þennan tíma.
Næstu tvö tímabilin batnar verzlunin hægt, þ. e. frá
1860—1880. Útlend vara fer hækkandi, þó einkenni-
legt sé; þekki ég ekki orsakir til þess, en gjaldeyris-
varan hækkar þó mcira. En um 1880—1890 tók verzl-
unin aftur stökk til betri áttar. Vísitalan lækkar úr 20,2
árin 1880- 1890 ofan í 16,2. Ræður því mest mjög
lækkandi verð á aðfluttri vöru; eru mér töluvert
kunnar ástæður til þess, því ég fór þá að fylgjast
mikið með viðskiptamálunum, eða frá því Kaupfélag
Þingeyinga var stofnað 1882. Laust fyrir 1880 hófst
lifandi fjárflutningur lil Englands. Peningar komu
inn í landið, enskt gull, og komst í umferð. Englend-
ingar fluttu inn ódýrar vörur með fjárskipum. Nokk-
ur kaupfélög risu upp síðla á þessu 10 ára tímabili,
víðsvegar um land. Þau höfðu fljótt feikna áhrif á
vöruverð. Verzlunin lifnaði, þó tíðarfarið væri afar-
grimmt. Ýmsar framfarir hófust með lifandi við-
skiptum. — Bændurnir fóru að leyfa sér ýmis heim-
ilisþægindi, er áður voru óþekkt. Steinolía fór ekki
almennt að verða notuð til Ijóst fyrr en um það bil er
Kaupfél. Þingeyinga fór að flytja hana inn. Ekki held-
ur eldstór, hökunaráhöld og ofnar úr steypujárni,
ásamt ýmsurn áhöldum úr galv. og email. járnblikki.
Á þeim árum fóru að flytjast inn saumavélar og
nokkru síðar jtrjónavélar, sem að vísu þekktust áður
á nokkrum efnaheimilum, og undir aldamótin hin
ágætu mjólkuráhöld, skilvélar og strokkar, sem kom-
ust (skilvélar) inn á flest eða öll bændaheimili á land-
inu á stuttum tíma, og hafa hreytt búskaparháttum