Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 56
4(5
BUNAÐARRIT
sardínur aí'tur. Suðurríkjamenn segja, að lynghænu
á dag í inánuð eti enginn maður.
Svo voru skoðanir um manneldi, er studdu þetta.
Það var æskilegt að eta ávexti og grænmeti, þar með
hnetur og hrat. Því minna sem menn átu af kjöti,
því hetra. Ef menn ætu allmikið af því, fengju þeir
gigt, æðakölkun og háan blóðþrýsting, nýrunum væri
hætt við bilun — í stuttu máli: menn yrðu gamlir
fyrir aldur fram. Ein skoðunin fór lengst og taldi, að
menn mundu verða heilbrigðari, hamingjusamari og
langlífari, ef þeir yrðu jurtaætur.
Sérstaklega var því trúað, er vér hófum athuganir
vorar, að menn fengju skyrhjúg, ef þeir neyttu engr-
ar jurtafæðu. Það var „kunn staðreynd“, að sjómenn,
námumenn og landkönnuðir dóu oft úr skyrbjúg, „af
því að þeir höfðu ekkert grænmeti og ávexti". Þetta
var löngu áður en C-fjörvið var kunnugt.
Salt ’ mat var annaðhvort talið hollt eða nauðsyn-
legt heilsunnar vegna. Margar sögur voru því til sönn-
unar, svo sem, að þjóðflokkar í Afríku herja hver á
annan til þess að ná í salt; að sumar loturnar í ame-
ríska borgarastríðinu hefðu verið um saltnámur, og
að öli dýr, er lifa á jurtafæðu, væru ólm i salt. Ekki
minnist eg þess, að mótbárum hafi verið hreyí't við
neina að þessum skoðunum og t. d. bent á það, að
Blámannaflokkar berjast um hluti, sem enginn hefir
nokkurn tíma talið til lífsnauðsynja; að tóhak var
atriði í borgarastriðinu, án þess að vera nauðsynlegt
til manneldis, og að dýr af hjartarkyni í Maine, sem
aldrei fá salt eða sýna neina löngun í það, eru nokk-
urn veginn jafnhraust og hin, sem hafast við í Mon-
tana og eta mikið af salti og eru allt af að sækjast
eftir meiru.
Sú skoðun, að menn geti ekki lifað á kjöti einu,
hlaut að ráða úrslitum um starf mitt á norðurvegum
og skilja milli láns og óláns, lífs og dauða. Þeir fáu