Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 96
8(5
BÚNAÐARRIT
við mig, þá var annar þeirra svo veikur, að við urð-
um að aka honum á sleða, en hinn gat með naum-
indum staulazt áfram á eftir. Þá verkjaði í hvern lið,
tannholdið var lint eins og „amerískur ostur“, tenn-
urnar svo Iausar, að þær komu út nálega hve laust
sem tekið var í þær.
Vér vorum 60 eða 80 mílur frá landi á sjávarís á
reki, þegar veikin hófst, og vér skunduðum í land til
að fá fast hæli fyrir sjúklingana. Það hefði ekki verið
neitt gaman að hafa sjúka menn í umsjá, ef grunn-
urinn undir stöðinni fór að liðast sundur af þrýstingi
og byltast um.
Vér náðum ey (um 900 mílur norðan við heim-
skautsbaug) og var strönd hennar kunn, þótt hún
hel'ði aldrei verið könnuð hið innra. Vér fórum nokkr-
ar mílur inn í landið, settumst að, veiddum hreindýr
(tveir okkar af fjóruin voru frískir) og hyrjuðum að
lækna, með því að gefa tómt kjöt. Lítið var um elds-
neyti, svo að vér elduðum aðeins eina máltíð á dag;
auk þess hélt ég, að hrátt kjöt kynni að reynast betur.
Vér suðum inorgunverð í iniklu vatni. Sjúklingarnir
luku við soðna kjötið, meðan það var heitt, og geymdu
soðið, til að drekka það sem eftir var dagsins. í aðrar
máltíðir átu þeir linfrosið hrátt kjöt, með eðlilegri
meltingu og góðri lyst. Vér skiptuin hreindýrinu eins
og tíðkaðist með Eskimóum, þannig, að hundarnir
fengu innýflin, lærin, lierðahlöð og lundir, en sjúkl-
ingarnir og við veiðimenn fengum höi'uð, bringukoll,
rif, mjaðmir og merginn úr heinunum.
Á þessu fæði hurfu allar þrautir úr liðamótum inn-
an fjögra daga, og bjartsýni kom í stað þunglyndis.
Innan vilcu sögðu háðir mennirnir, að þeir hefðu enga
aðkenningu ai' veikindum, meðan þeir lægju kyrrir i
rúminu. Eftir hálfan mánuð voru þeir ferðafærir, og
sátu þá fyrst á sleðunum og gengu til skiptis. í mán-
aðarlokin var þeim sem þeir aldrei hefðu verið veikir.