Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 63
B U N A Ð A R R IT
öli
t‘n matarsalt, þar á meðal joð. Móleitu (lreggjarnar
voru beiskar á bragðið, fremur en saltar. Betri efna-
fræðingur hefði eflaust getað hreinsað þetta. Eg gafst
upp við það, að nokkru leyti fyrir umtölur gestgjafa
míns, Roxy’s hins enskufróða.
Roxy sagði mér, að Mackenzie-Eskimóar héldu, að
það, sem væri gott fyrir fullorðna, væri líka gott fyrir
börn, og að þau hel'ðu nautn af því, undir eins og
þau vendust á það. Þeir kenna því kornungum börn-
um að neyta tóbaks. Þau vaxa þá upp i þeirri skoðun,
að ekki sé unnt að vera án tóbaks. En, sagði Roxy,
hvalveiðamenn hafa sagt, að margir hvítir menn neyti
ekki tóbaks, og hann hafði sjálfur séð hvita menn,
er aldrei neyttu þess, og engin hinna fáu, hvítu
kvenna, sem voru skipstjórakonur, neytti tóbaks.
(Munið að þetta var 1906.)
Roxy hafði nú heyrt, að hvítir menn hcldu, að salt
væri holt fyrir börn, og jafnvel nauðsynlegt; þeir
taka því snemma að láta salt í fæðu barna. Börnin
vaxa þá upp með sömu skoðun á saltinu og Eskimóar
á tóbakinu. En, sagði Roxy, úr því að Eskimóar fara
villt um tóbakið, hví skyldu þá ekki hvítir menn
eins geta farið villt um saltið? Og með þessari rök-
leiðslu varð niðurstaða hans sú, að orsökin til þess,
að öllum Eskimóum þykir saltur matur vondur
en öllum hvítum mönnum góður, væri ekki ættareðli,
heldur siðvenja. Maður gæti því vanið sig af salt-
nautn eins auðveldlega og af tóbalcsnautn og yrði
ekki fyrir neinum slæmum afleiðingum, öðrum en
andlegum óþægindum, fáeina fyrstu dagana eða vik-
urnar.
Roxy vissi ekki það, sem eg vissi af því að eg var
mannfræðingur, að salt var fyrir daga Kolumhusar
óþekkt, eða þótti vont á bragðið, og var forðast að
nota það um mikinn hluta Norður- og Suður-Ame-
ríku. Það kann að vera satt, að Eskimóar, sem eru