Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 64
54
B U N A Ð A R R 1 T
kjötætur og láta í máli sínu orðið saltur, mamaitok,
merkja sama og bragðvoiulur, hafi hai't meiri óheit á
salti en þeir Indíánar, sem lií'ðu að nokkru leyti á
jurtafæðu. Engu að síður er það ljóst, að saltneyzlan
hreiddist hægar um Vesturheim frá Evrópumönnum
en tóbaksneyzlan frá Indíánum um Norðurálfuna.
Það eru jafnvel enn í dag allstór svæði, t. d. Amazon-
svæðið, þar sem innbornir menn hafa óbeit á salti.
Með því að eg ekki hélt, að kynkvíslir manna væru
ólíkar i frumeðli sínu, hallaðist eg að skoðun Roxy’s,
að venjan að salta mat væri hjá oss félagsarfur og
trúin á ágæti hennar þáttur af þjóðtrú vorri.
Þessar hugleiðingar hugguðu mig nokkuð í salt-
leysinu, en engu að síður varð eg afarglaður einn dag,
er Ovayuak, hinn nýi gestgjafi minn við austurósinn,
kom inn og sagði, að hundalest væri að koma og
mundi þar vera Ilavinirk, maður sem unnið hafði
með hvalveiðamönnum og átti dós af salti. Það var
vissulega Ilavinirk, og honum var ánægja að gefa mór
saltið, hálfsþunds bökunarduftsdós hér um bil hálf-
fulla, sem hann kvaðst hafa haft með sér í tvö eða
þrjú ár, i von um að hitta einhvern, sem væri kært
að fá þetta að gjöf. Hann virtist nálega eins glaður
af því að finna, að mig vantaði salt, eins og eg var af
að fá það. Eg stráði dálitlu á soðninguna mína, þótti
það ákaflega gott og skrifaði í dagbókina mína, að
þetta væri bezta máltíðin, sem eg hefði fengið allan
veturinn. Því næst stakk eg dósinni undir koddann
minn, eins og Eskimóar eru vanir að geyma smáa
og dýrmæta hluti. En eg var næstum búinn með næstu
máltíðina, þegar eg mundi eftir saltinu. Virtist því,
sem löngun mín í það hafi verið það, sem kalla mætti
ímyndun. Eg lauk máltíðinni án saltsins, reyndi það
við eina eða tvær máltíðir næstu dagana, og síðan
snerti eg það ekki. Þegar vér fluttum, varð saltið
eftir.