Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 92
82
B U N A Ð A R RI T
sína, svo a8 þeir hljóta að hafa haft nóga áreynslu.
Það var nóg ljós, er sólin helti brennandi geislun-
um yfir þá, og það var nóg af hreinu lofti. Fyrir þá,
sem trúðu á orðtök og gangyrði sinna tíma, fyrir þá,
sem trúðu á lækningakraft gulaldinsafans, var það
hulin ráðgáta, að skyrbjúgur skyldi koma upp.
Það tókst mjög illa til, að skyrbjúgur Shacletons
varð mest til þess að fyrri leiðangur Scotts mistókst,
vegna afbrýðiseminnar, sem af því reis, og fjandskap-
arins, sem það olli. Skyrbjúgur er í rauninni einhver
þriflegasti sjúkdómur og sá sem hvað sízt er viðbjóðs-
legur, en á ensku hefir nafnið á honum orðið skamm-
aryrði „a scurvy fellow“, „a scurvj' trick“. Það er vel
til, að Shackleton hafi sviðið það orðasamband eins
mikið og sú ásökun, að veiki hans hafi verið aðal-
hamla Scotts. Ástríðan að hreinsa nafn sitt í öllum
skilningi knúði hann lil að stofna til leiðangurs, sem
margir Bretar töldu ekki drengilegan — að undir-
maður geysist fram með óhæfilegum asa og ákafa til
þess að draga dimmu á yfirmann sinn.
Aðalatriðið í fyrri leiðangri Shakletons, fyrir þá,
er rannsaka skyrhjúg, er það, að Shakleton var maður
frá döguin Elízabetar drottningar endurborinn á dög-
um Játvarðs VII. Hann var Hawkins eða Drake, vík-
ingur í anda og aðferðum. Hann talaði hærra og meira
en sæma þykir á Englandi nú á dögum. Honum lá við
gorli og hroka. Það stóð styr af honum, hann kveikti
og kynti afbrýðisemi, og vann ákafa aðdáun ungra
inanna, er mundu hafa fylgt Dampier og Frobisher
með sama eldmóði á ránsferðum þeirra og rannsókn-
arferöum.
Undirbúningur fyrra leiðangurs Shacklelons og allt
annað gekk eins og í sögu. Þeir voru eins óvarkárir
eins og Scott hafði verið varkár; þeir höfðu ekki
samskonar bakhjarl og Scott, vísindalega né fjárhags-
lega. Þcir komu á fljúgandi ferð til stranda inegin-