Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 230
220
BUNAÐARRIT
„Af þessum, eða líkum undirtektum aðal jarðeig-
anda, varð öllum það Ijóst að ekki væru minnstu
líkur til, að mál þetta fengist til lykta leitt á þeim
grundvelli, sem til var stofnað.
Þegar hér var komið hugkvæmdist einum hrepps-
nefndarmanninum tíuðmundi Árnasijni, hreppstjóra
i Múla, það, að bjóða 500 kr. stgrk af sveitarsjöði til
[ramkvæmda þessu máli. Var svo talað fyrir því að
öll hreppsnefndin félst á það.“
Þetta er að mestu leyti eins og fundargerðin segir
frá. Hreppsnefnd Landmannahrepps býður fram 500
kr. til þess að girt verði þá um sumarið. Hún lætur
hóka tilboðið og afrita það. Hún fær okkur Sigurði
Sigurðssyni afritið, af því að hún álítur, að við mætum
fyrir það opinbera, og í þessari fundargerð er eklci eitt
einasta orð um að þessar 500 lcr. eigi að ganga til
greiðslu á þeim % hluta, sem ég hafði talað um að
landeigendur ættu að greiða. Hreppsnefndin segir að-
eins, að hún lofi þessu: „fyrir sitt leyti, í eitt skipti
fyrir öll. Það átti ekki að misskilja það á þann veg,
að það væri greitt fyrir landeigendur, því að þeir eiga
að greiða, sem kunnugt er % af kostnaði jafnótt og
þörf krefur.
Ég veit ekki hvað hreppsnefndin meinar er hún talar
um að fundargerðin sé slitin úr réttu samhengi. Ég
birti fundargerðina frá upphafi til enda eins og
hreppsnefndin gekk frá henni, og get ekki séð, að hún
sé slitin úr samhengi, hún er sjálfstætt plagg, ég held
að hún sé vel orðuð, greinilega skrifuð, og segi allt
]>að, sem hún átti og þurfti að segja. Sé svo, að af
henni liafi verið dregnar, eða verði dregnar aðrar á-
lyktanir, en vera ber, þá á þar enginn sök á annar, en
lirejjpsnefndin, því að það er hún, sem hefir samið
hana.
Að loknum l'undinum vissum við S. S. ekki, hvort