Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 144
B Ú N A Ð A H R I T
134
Ál' Ai rtala Lifnndi þungi Lif. Iinbþ. Haust Vor pr. á Fóöur á vetri töðuciningnr
1932—33 . . . . 04 00,2 04,0 51,8 135
1933—34 . 65 03,3 03,4 48,5 219
1934—35 . 67 60,9 02,8 40,2 227
Líflömbin, sem sett voru á á Leifsstöðum, vigtuðu
írá 3G til 44 kg. að meðaltali á ári, allt frá byrjun
búsins og til þess tíma, er það fluttist að Þórustöð-
um, en síðan liggur fyrir hvaða lambavigt meðalærin
hefir gefið á ári hverju.
Tvævetlurnar hafa að meðaltali vegið 56 kg. Þre-
vetlurnar eins. Fjögra vetra 60 kg., fimm vetra 61,5,
sex vetra sama, en sjö vetra aftur 60 kg. og átta vetra
56 kg. Endingin í þeirn er því svipuð og í Hrafnkells-
staða ánum.
Sejn sýnishorn af skýrslum um einstakar a?r á Þóru-
stöðum skal ég gefa þessa skýrslu:
Ær nni'n nr. Aliln r Vóg að m t Iianst ■öalt. Vor Var tvilbd. Meöalvigt Ocld lif. Imbþ.
190. Drotning 7 74,9 78,3 5 0 75,8
169. Kolfinna 9 07,0 69,3 ‘2 1 50,4
193. BrciSlcit 7 01,0 00,0 0 1 32,6
Drotning er arðsamasta og bezta ærin í búinu, og
lifir enn. Kolfinna er lík fjöldanum, hvað arðsemi
snertir, hel'ir þó einu sinni átt hrút, sem að haustinu
var 62,5 kg., en líka verið geld eitt ár, og kemur því út
að lokum með svipuðum ai'ði og fjöldi ánna er með.
Breiðleit er sú, sem gefið hefir einna lélegasta raun af
öllum ánum.
Þórustaðaféð var vel byggt og arðsamt, en það er
sama að segja um það og Hrafnkellsstaðaféð, að til
þess að sýna góðan arð, þarf það góða meðferð. Frá
Þórustöðum hefir verið selt mikið af kynbótafé, og
margir af þeim hrútunum, sem beztir mæta. á sýning-
um í Eyjafirði, eru þaðan ættaðir. Þeir gefast viða
vel, og liafa breytt fjárkyni á nokkrum bæjum.